1982
Árþúsund: | 2. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Árið 1982 (MCMLXXXII í rómverskum tölum) var 82. ár 20. aldar sem hófst á föstudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu.
Atburðir
Janúar
- 1. janúar - Bandaríska fréttastöðin CNN hóf útsendingar.
- 3. janúar - Italia 1, fyrsta ítalska einkarekna sjónvarpsstöðin sem sendi út um allt land, var stofnuð með sameiningu 18 héraðsstöðva.
- 4. janúar - Ítalski útgefandinn Mondadori stofnaði sjónvarpsstöð á landsvísu, Rete 4, með sameiningu 22 héraðsstöðva.
- 7. janúar - Heimilistölvan Commodore 64 var kynnt í Las Vegas.
- 8. janúar - Kuldamet var slegið í Danmörku þegar frostið mældist 31,2 gráður.
- 8. janúar - AT&T Corporation var skipt upp í 22 fyrirtæki eftir dóm fyrir brot gegn lögum um bann við einokun.
- 9. janúar - Fyrsta uppfærsla Íslensku óperunnar í Gamla bíói, Sígaunabaróninn, var frumsýnd.
- 13. janúar - Air Florida-flug 90 rakst á brú skömmu eftir flugtak í Washington-borg og hrapaði í ána Potomac. 80 létust.
- 14. janúar - Stórviðri gekk yfir Austurland. Rúður brotnuðu í flestum húsum á Borgarfirði eystra.
- 17. janúar - Kaldi sunnudagurinn átti sér stað í norðurhluta Bandaríkjanna þar sem öll kuldamet féllu.
- 21. janúar - Tveir björgunarmenn og tveir úr áhöfn fórust er belgíski togarinn Pelagus strandaði við Vestmannaeyjar.
- 26. janúar - Mauno Koivisto var kjörinn forseti Finnlands.
- 28. janúar - Ítalskir sérsveitarmenn handtóku fimm meðlimi Rauðu herdeildanna í Padúu og frelsuðu bandaríska herforingjann James Lee Dozier sem samtökin héldu sem gísl.
- 30. janúar - Fyrsti tölvuvírusinn, Elk Cloner, var uppgötvaður.
- 31. janúar - Samtök um kvennaframboð voru stofnuð af konum í Reykjavík.
Febrúar
- 1. febrúar - Senegal og Gambía mynduðu laustengt ríkjasamband, Senegambíu.
- 2. febrúar - Blóðbaðið í Hama: Sýrlensk stjórnvöld réðust á bæinn Hama og drápu þúsundir.
- 3. febrúar - Hafez al-Assad, forseti Sýrlands, skipaði hernum að hreinsa Múslimska bræðralagið úr borginni Harram.
- 4. febrúar - Vísindamenn á vegum NASA uppgötvuðu fjögur ný tungl á braut um Satúrnus.
- 6. febrúar - Breska lággjaldaflugfélagið Laker Airways varð gjaldþrota.
- 9. febrúar - Japan Airlines-flug 350 hrapaði í Tókýóflóa í aðflugi með þeim afleiðingum að 24 af 174 farþegum létust.
- 15. febrúar - Olíuborpallurinn Ocean Ranger sökk við Nýfundnaland og allir 84 verkamennirnir á pallinum létust.
- 19. febrúar - Bílaframleiðandinn DeLorean Motor Company í Belfast var settur undir skiptaráðanda.
- 22. febrúar - Vestur-Afríka fékk aðild að Afríkusambandinu sem leiddi til útgöngu Marokkó tveimur árum síðar.
- 23. febrúar - Með þjóðaratkvæðagreiðslu á Grænlandi var ákveðið að landið stæði utan Evrópusambandsins.
- 25. febrúar - Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp þann dóm að kennarar sem refsuðu nemendum með hýðingum gegn vilja foreldra þeirra brytu gegn mannréttindasáttmálanum.
- 28. febrúar - Adobe Systems var stofnað í San Jose.
Mars
- 2. mars - Bíóhöllin var opnuð við Álfabakka í Breiðholti.
- 3. mars - Elísabet 2. opnaði Barbican Centre í London.
- 10. mars - Bandaríkin settu innflutningsbann á olíu frá Líbýu vegna stuðnings þeirra við hryðjuverkamenn.
- 13. mars - Bikarúrslitaleikur Tottenham og Liverpool var sýndur í beinni útsendingu á Íslandi og var þetta fyrsta beina útsending frá erlendum íþróttaviðburði á Íslandi.
- 16. mars - Claus von Bülow var dæmdur fyrir tilraun til að myrða eiginkonu sína í Bandaríkjunum.
- 19. mars - Falklandseyjastríðið: Argentínskir borgarar reistu fána Argentínu á eyjunni Suður-Georgíu.
- 20. mars - Fokkerflugvél með ónýtan hreyfil og laskaðan hjólabúnað nauðlenti á Keflavíkurflugvelli eftir að sprenging varð í hreyflinum skömmu eftir flugtak á Ísafirði. Engin slys urðu á fólki.
- 21. mars - Í Vestmannaeyjum var tekin í notkun hitaveita, sem nýtti varmaorku úr hrauninu, sem upp kom í gosinu 1973. Var þetta eina hitaveita sinnar tegundar í heiminum.
- 22. mars - Geimskutlan Columbia hélt í sína þriðju geimferð.
- 26. mars - Fyrsta skóflustunga var tekin að Vietnam Veterans Memorial í Washington-borg.
- 29. mars - Hljómplata Iron Maiden, The Number of the Beast, kom út.
- 29. mars - Stevie Wonder og Paul McCartney gáfu út smáskífuna „Ebony and Ivory“.
- 30. mars - Geimskutlan Columbia lenti í Nýju Mexíkó eftir 129 ferðir umhverfis jörðina.
Apríl
- 2. apríl - Falklandseyjastríðið: Argentína gerði innrás í Falklandseyjar.
- 10. apríl - Íslenska kvikmyndin Rokk í Reykjavík var frumsýnd.
- 12. apríl - Kvikmyndin Sóley var frumsýnd í Reykjavík.
- 17. apríl - Kanada fékk fullt sjálfstæði frá Bretlandi með nýrri stjórnarskrá.
- 21. apríl - Falklandseyjastríðið: Bretar hófu aðgerðir til að endurheimta Suður-Georgíu frá Argentínu með því að senda þangað sérsveitarmenn.
- 24. apríl - Jón Páll Sigmarsson setti tvö Evrópumet í lyftingum, lyfti 362,5 kg í réttstöðu og 940 kg samtals.
- 24. apríl - Nicole sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir Vestur-Þýskaland með laginu „Ein bißchen Frieden“.
- 25. apríl - Síðustu ísraelsku hermennirnir hurfu frá Sínaískaga í Egyptalandi.
- 29. apríl - Srí Jajevardenepúra varð stjórnsýsluleg höfuðborg Srí Lanka.
- 29. apríl - Nelson Mandela var fluttur í Pollsmoor-fangelsi í Höfðaborg eftir átján ára fangavist á Robben Island.
- 30. apríl - Bijon Setu-blóðbaðið: Sextán munkar og nunnur Ananda Marga voru myrt í Vestur-Bengal.
Maí
- 1. maí - Hernaðaraðgerðir Breta hófust í Falklandseyjastríðinu.
- 2. maí - Falklandseyjastríðið: Breski kjarnorkuknúni kafbáturinn HMS Conqueror sökkti argentíska varðskipinu ARA General Belgrano. Alls létu 323 lífið en 770 var bjargað.
- 4. maí - Breska herskipið HMS Sheffield varð fyrir Exocet-flugskeyti. 20 sjóliðar létust.
- 9. maí - Hrafnhildur Valbjörnsdóttir og Guðmundur Sigurðsson sigruðu á fyrsta Íslandsmóti í vaxtarrækt, sem haldið var í Reykjavík.
- 21. maí - Falklandseyjastríðið: Bretar gengu á land á Falklandseyjum.
- 22. maí - Sveitarstjórnarkosningar voru haldnar á Íslandi.
- 24. maí - Stríð Íraks og Írans: Íranskar hersveitir náðu borginni Khorramshahr aftur á sitt vald.
- 27. maí - Ólafur Jóhann Ólafsson lauk stúdentsprófi með hæstu einkunn sem gefin hafði verið (9,67) frá Menntaskólanum í Reykjavík.
- 27. maí - Falklandseyjastríðið: Orrustan um Goose Green hófst.
- 27. maí - Davíð Oddsson tók við starfi borgarstjóra Reykjavíkur af Agli Skúla Ingibergssyni.
- 28. maí - Til Íslands komu flóttamenn frá Póllandi, fimmtán fullorðnir og átta börn. Helmingur hópsins var farinn aftur hálfu ári síðar.
- 30. maí - Spánn varð sextándi meðlimur NATÓ og fyrsta ríkið til að gerast meðlimur síðan Vestur-Þýskaland gekk í NATÓ árið 1955.
- 30. maí - Hussain Muhammad Ershad rændi völdum í Bangladess.
Júní
- 5. júní - Óperan Silkitromman eftir Atla Heimi Sveinsson og Örnólf Árnason var frumsýnd á Listahátíð í Reykjavík.
- 6. júní - Borgarastyrjöldin í Líbanon: Ísrael réðst inn í Líbanon.
- 6. júní - Afhjúpaður var í Vestmannaeyjum minnisvarði um Oddgeir Kristjánsson.
- 7. júní - Priscilla Presley opnaði Graceland almenningi. Baðherbergið þar sem Elvis Presley lést fimm árum áður var þó haft lokað.
- 11. júní - Orrustan um Stanley, lokaorrusta Falklandseyjastríðsins, hófst.
- 11. júní - Bandaríska kvikmyndin E.T. var frumsýnd.
- 12. júní - Um 750.000 manns mótmæltu kjarnavopnum í Central Park í New York-borg. Meðal tónlistarmanna sem komu fram voru Jackson Browne, James Taylor, Bruce Springsteen og Linda Ronstadt.
- 13. júní - Fahd varð konungur í Sádí-Arabíu við lát Khalids bróður síns.
- 14. júní - Falklandseyjastríðið: Argentína gafst upp fyrir Bretlandi.
- 16. júní - Lögreglan staðfesti að hún hefði lagt hald á maríjúanasendingu, alls 189 kg, en ekki var vitað hvert hún átti að fara. Efnið var sent frá Jamaíka.
- 17. júní - Þriðja skipið með nafnið Akraborg kom til landsins og sigldi á milli Reykjavíkur og Akraness.
- 18. júní - Argentínski einræðisherrann Leopoldo Galtieri sagði af sér.
- 19. júní - Minnisvarði um Ásgrím Jónsson listmálara var afhjúpaður í Rútsstaðahjáleigu í Gaulverjabæ, nú Flóahreppi, en þar var hann fæddur.
- 20. júní - Ellefu manna herlið Argentínu á Suður-Sandvíkureyjum gafst upp fyrir Bretum.
Júlí
- 1. júlí - Grandmaster Flash og The Furious Five gáfu út smáskífuna „The Message“ sem var fyrsta platan til að útskýra hvernig er að lifa í fátrækarhverfinu.
- 2. júlí - Larry Waters flaug í 4.900 metra hæð yfir Long Beach í Kaliforníu í garðstól með helíumblöðrur festar við hann.
- 2. júlí - Sprengja sprakk í geymsluhólfi á Aðaljárnbrautarstöðinni í Osló með þeim afleiðingum að 19 ára stúlka lést. Átta dögum síðar fannst önnur ósprungin sprengja í öðru hólfi. Átján ára piltur reyndist standa á bak við tilræðin.
- 3. júlí - Fjárfestingarfélagið Kuben í eigu hljómsveitarinnar ABBA og framleiðandans Stikkan Anderson keypti fyrirtækin Monark og Stiga.
- 8. júlí - The Coca-Cola Company setti drykkinn Diet Coke á markað.
- 9. júlí - Pan Am flug 759 hrapaði yfir Kenner í Louisiana með þeim afleiðingum að 146 farþegar létust og 8 á jörðu niðri.
- 11. júlí - Ítalía sigraði Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla með 3-1 sigri á Vestur-Þýskalandi.
- 16. júlí - Trúarleiðtoginn Sun Myung Moon var dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir skattsvik í New York-borg.
- 20. júlí - Tvær sprengjur á vegum IRA sprungu í London með þeim afleiðingum að átta hermenn létust og 47 manns særðust.
- 23. júlí - Alþjóðahvalveiðiráðið ákvað að banna hvalveiðar í hagnaðarskyni fyrir 1985-1986.
- 23. júlí - 299 manns létust í aurskriðum vegna úrhellisrigninga í Nagasaki í Japan.
- 23. júlí - Í Kolmårdens-dýragarðinum í Svíþjóð var ferðamaður sem fór úr bifreið sinni drepinn af ljóni.
- 24. júlí - Á Skeiðarársandi fannst skipsflak, sem í fyrstu var talið vera flak gullskipsins Het Wapen van Amsterdam sem fórst þar árið 1667. Í ljós kom að flakið var af þýskum togara frá árinu 1903.
- 31. júlí - Tvær rútur með skólabörn og þrír bílar lentu í árekstri við Beaune í Frakklandi með þeim afleiðingum að 53 létust, þar af 44 börn. Þetta var mesta umferðarslys í sögu Frakklands.
Ágúst
- Ágúst - Kaupþing var stofnað.
- Ágúst - Sala hófst á örtölvunni Commodore 64 sem kostaði 595 dali.
- 7. ágúst - Tólf létust í hryðjuverkaárás armenskra skæruliða á flugvellinum í Ankara.
- 9. ágúst - Fjórir meðlimir í hryðjuverkasamtökunum Direct Action réðust á veitingastað gyðinga í París, myrtu sex manns og særðu 22.
- 12. ágúst - Mexíkó lýsti yfir vangetu til að greiða erlendar skuldir sem leiddi til efnahagskreppu í Rómönsku Ameríku.
- 12. ágúst - Borgarastyrjöldin í Líbanon: Ísraelsher hóf stórskotaliðsárás á Beirút með þeim afleiðingum að fjöldi almennra borgara féll. Árásin var fordæmd víða um heim.
- 14. ágúst - Íslenska kvikmyndin Okkar á milli var frumsýnd.
- 14. ágúst - Rúvak, Akureyrardeild Ríkisútvarpsins, tók til starfa.
- 17. ágúst - Fyrstu geisladiskarnir fóru á markað í Þýskalandi með völsum eftir Chopin í flutningi Claudio Arrau.
- 20. ágúst - Átján manna hópur kleif Eldey í fyrsta sinn síðan 1971. Í hópnum var ein kona, Halldóra Filippusdóttir, og var hún fyrst kvenna til að klífa eyjuna. Eldey var fyrst klifin árið 1894.
- 20. ágúst - Borgarastyrjöldin í Líbanon: Fjölþjóðlegt herlið hóf eftirlit með brottflutningi meðlima PLO frá Beirút.
- 28. ágúst - Pönktónleikarnir Melarokk voru haldnir í Reykjavík.
September
- haust - Anima, félag sálfræðinema við Háskóla Íslands var stofnað.
- 3. september - Sýning var opnuð á Kjarvalsstöðum á verkum Bertels Thorvaldsen og var það fyrsta sýning utan Danmerkur á vegum Thorvaldsensafnsins í Kaupmannahöfn.
- 3. september - Ítalski herforinginn Carlo Alberto Dalla Chiesa var myrtur, ásamt eiginkonu sinni og bílstjóra, af ítölsku mafíunni í Palermó.
- 13. september - Grace Kelly fékk heilablóðfall meðan hún ók bifreið sinni. Bíllinn hrapaði niður fjallshlíð. Hún lést á sjúkrahúsi daginn eftir.
- 14. september - Forseti Líbanon, Bachir Gemayel, var myrtur.
- 16. september - Blóðbaðið í Shabra og Shatila hófst þegar Líbanski framvörðurinn réðist inn í flóttamannabúðir í Beirút og myrti milli 762 og 3500 manns.
- 19. september - Scott Fahlman stakk upp á notkun broskallsins.
- 21. september - Alþjóðlegur dagur friðar var haldinn í fyrsta sinn.
- 23. september - Amine Gemayel var kosinn forseti Líbanon.
- 24. september - Wimpy-aðgerðin markaði upphaf vopnaðrar andspyrnu gegn Ísraelsher í Beirút.
- 25. september - Um 400.000 manna mótmælaganga í Tel Aviv krafðist afsagnar Menachem Begin vegna framgöngu Ísraelshers í Líbanon.
- 30. september - Bandaríska sjónvarpsþáttaröðin Staupasteinn hóf göngu sína.
Október
- Október - Ronnie James Dio og Vinny Appice úr Black Sabbath stofnuðu hljómsveitina Dio.
- 1. október - Helmut Kohl tók við embætti kanslara Vestur-Þýskalands.
- 1. október - Fyrsta tölublað tímaritsins Veru kom út á Íslandi.
- 1. október - Morgunblaðið birti fyrstu símsendu litmyndina frá opnun fjármálamiðstöðvar í London og voru þá rúmlega 23 ár frá því að sama blað birti fyrstu símsendu myndina hér á landi.
- 1. október - Fyrsti geislaspilarinn, Sony CDP-101, kom á markað í Japan.
- 1. október - EPCOT Center var opnað í Flórída.
- 1. október - Upp komst um áætlun um valdarán á Spáni daginn fyrir kosningarnar 28. október.
- 8. október - Pólska ríkisstjórnin bannaði Samstöðu.
- 9. október - Þættir úr félagsheimili hófu göngu sína í Ríkissjónvarpinu.
- 11. október - Skipinu Mary Rose sem sökk við Isle of Wight árið 1545 var lyft af hafsbotni.
- 19. október - Sérsveit ríkislögreglustjóra var stofnuð á Íslandi.
- 28. október - Spænski sósíalistaflokkurinn sigraði þingkosningar á Spáni með miklum mun. Felipe González varð forsætisráðherra.
- 30. október - Landssöfnunin „Þjóðarátak gegn krabbameini“ lagði fram þrettán milljónir króna til handa Krabbameinsfélaginu og var það mun meira en áður hafði safnast í slíkum söfnunum.
Nóvember
- 2. nóvember - Breska útvarpsstöðin Channel 4 var stofnuð.
- 3. nóvember - Tankbíll sprakk í Salanggöngunum í Afganistan með þeim afleiðingum að 176 létust.
- 7. nóvember - Flóðvörnin Thames Barrier var sýnd almenningi.
- 8. nóvember - Kenan Evren varð forseti Tyrklands.
- 12. nóvember - Júríj Andropov varð aðalritari sovéska kommúnistaflokksins eftir lát Leoníds Bresnjev.
- 13. nóvember - Vietnam Veterans Memorial var vígt í Washington-borg.
- 14. nóvember - Lech Wałęsa var sleppt úr fangelsi.
- 18. nóvember - Fyrsta kvöld Músíktilrauna var haldið í Tónabæ í Reykjavík.
- 18. nóvember - Vilmundur Gylfason gekk úr Alþýðuflokknum og stofnaði Bandalag jafnaðarmanna.
- 27. nóvember - Yasuhiro Nakasone varð forsætisráðherra Japans.
- 30. nóvember - Metsöluplata Michael Jackson, Thriller, kom út.
Desember
- 1. desember - Miguel de la Madrid varð forseti Mexíkó.
- 2. desember - Bandaríkjamaðurinn Barney Clark fékk fyrsta ígrædda gervihjartað. Hann lifði í 112 daga eftir aðgerðina.
- 6. desember - Samtök um kvennaathvarf opnuðu Kvennaathvarfið í Reykjavík.
- 7. desember - Fyrsta aftakan með eitursprautu fór fram í Texas.
- 10. desember - Ísland skrifaði undir hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna ásamt 119 öðrum þjóðum, en þessi sáttmáli hafði verið baráttumál Íslands í áratugi. Hafréttarsáttmálinn öðlaðist gildi 1994.
- 13. desember - Að minnsta kosti 1507 fórust í jarðskjálfta í Dhamar í norðurhluta Jemen.
- 18. desember - Íslenska kvikmyndin Með allt á hreinu var frumsýnd.
- 18. desember - Í Ríkisútvarpinu voru lesnar auglýsingar samfellt í sjö klukkustundir og var það met.
- 22. desember - Indlandshafsráðið var stofnað.
- 23. desember - Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna mæltist til þess að bærinn Times Beach yrði rýmdur vegna díoxínmengunar.
- 26. desember - Tímaritið Time útnefndi tölvuna „mann ársins“.
Ódagsettir viðburðir
- Genabankinn GenBank var stofnaður.
- Íslenska hljómsveitin S.H. Draumur var stofnuð.
- Þýska hljómsveitin Die Toten Hosen var stofnuð.
- Kjölbátasamband Íslands var stofnað.
- Grundaskóli var stofnaður á Akranesi.
- Hús verslunarinnar í Reykjavík var tekið í notkun.
- Stafagerðin Arial leit dagsins ljós.
- Breska hljómsveitin The Smiths var stofnuð.
- Tímaritið Classical Antiquity var stofnað.
- Krossgátutímaritið Frístund var stofnað.
- Tölvuleikjafyrirtækið Electronic Arts var stofnað.
- Hizbollah-samtökin voru stofnuð í Líbanon.
Fædd
- 7. janúar - Lauren Cohan, bandarísk leikkona.
- 9. janúar - Kate Middleton, eiginkona Vilhjálms Bretaprins.
- 10. janúar - Josh Ryan Evans, bandarískur leikari (d. 2004).
- 14. janúar - Víctor Valdés, spænskur knattspyrnumaður.
- 17. janúar - Dwyane Wade, bandarískur körfuknattleiksmaður.
- 25. janúar - Noemi, ítölsk söngkona.
- 28. janúar - Michael Guigou, franskur handknattleiksmaður.
- 17. febrúar - Adriano Leite Ribeiro, brasilískur knattspyrnumaður.
- 25. febrúar - Chris Baird, norðurírskur knattspyrnumaður.
- 28. febrúar - Jelena Slesarenko, rússneskur hástökkvari.
- 3. mars - Jessica Biel, bandarísk leikkona.
- 4. mars - Landon Donovan, bandarískur knattspyrnumaður.
- 8. mars - Marjorie Estiano, brasilísk leikkona.
- 10. mars - Kwame Brown, bandarískur körfuknattleiksmaður.
- 10. mars - Timo Glock, þýskur ökuþór.
- 24. mars - Bryndís Björgvinsdóttir, íslenskur rithöfundur.
- 26. mars - Mikel Arteta, spænskur knattspyrnumaður.
- 30. mars - Jason Dohring, bandarískur leikari.
- 3. apríl - Cobie Smulders, kanadísk leikkona.
- 9. apríl - Jay Baruchel, kanadískur leikari.
- 15. apríl - Seth Rogen, kanadískur leikari.
- 24. apríl - Kelly Clarkson, bandarísk söngkona.
- 30. apríl - Kirsten Dunst, bandarísk leikkona.
- 4. maí - Martin Ingi Sigurðsson, íslenskur læknir.
- 11. maí - Cory Monteith, kanadískur leikari (d. 2013).
- 20. maí - Petr Čech, tékkneskur knattspyrnumaður.
- 29. maí - Bjarte Myrhol, norskur handknattleiksmaður.
- 1. júní - Justine Henin, belgísk tennisleikkona.
- 8. júní - Nadia Petrova, rússnesk tennisleikkona.
- 9. júní - Christina Stürmer, þýsk söngkona.
- 10. júní - Laleh Pourkarim, sænsk söngkona.
- 14. júní - Kenenisa Bekele, eþíópískur langhlaupari.
- 20. júní - Example, breskur rappari.
- 21. júní - Albert Rocas, spænskur handknattleiksmaður.
- 21. júní - Vilhjálmur Bretaprins.
- 29. júní - Guðmundur Eggert Stephensen, íslenskur borðtenniskappi.
- 16. júlí - Steven Hooker, ástralskur stangarstökkvari.
- 19. júlí - Jared Padalecki, bandarískur leikari.
- 28. júlí - Ágústa Eva Erlendsdóttir, íslensk leikkona.
- 30. júlí - Yvonne Strahovski, áströlsk leikkona.
- 7. ágúst - Abbie Cornish, áströlsk leikkona.
- 27. ágúst - Helgi Már Magnússon, íslenskur körfuknattleiksmaður.
- 2. september - Joey Barton, enskur knattspyrnumaður.
- 4. september - Hildur Guðnadóttir, íslenskt tónskáld og Óskarsverðlaunahafi.
- 21. september - Jón Arnór Stefánsson, íslenskur körfuknattleiksmaður.
- 22. september - Billie Piper, bresk söng- og leikkona.
- 28. september - Matt Cohen, bandarískur leikari.
- 9. október - Grétar Sigfinnur Sigurðarson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 10. október - Logi Eldon Geirsson, íslenskur handknattleiksmaður.
- 13. október - Denis Buntić, króatískur handknattleiksmaður.
- 28. október - Matt Smith, enskur leikari.
- 29. október - Ásmundur Einar Daðason, íslenskur stjórnmálamaður.
- 12. nóvember - Anne Hathaway, bandarísk leikkona.
- 16. nóvember - Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, íslensk knattspyrnukona.
- 22. nóvember - Steve Angello, grísk-sænskur plötusnúður.
- 8. desember - Stefán Kristjánsson, íslenskur skákmeistari.
- 10. desember - Sultan Kösen, stærsti maður heims.
- 20. desember - David Cook, bandarískur söngvari, sigurvegari í 7. þáttaröð American Idol.
- 28. desember - Beau Garrett, bandarísk leikkona.
- 30. desember - Erna Björk Sigurðardóttir, íslensk knattspyrnukona.
- 31. desember - Craig Gordon, skoskur knattspyrnumaður.
Dáin
- 18. janúar - Huang Xianfan, kínverskur sagnfræðingur (f. 1899).
- 17. febrúar - Lee Strasberg, bandarískur leikari (f. 1901).
- 21. janúar - H.D.F. Kitto, breskur fornfræðingur (f. 1897).
- 2. mars - Philip K. Dick, bandarískur vísindaskáldsagnahöfundur (f. 1928).
- 5. mars - John Belushi, bandarískur leikari (f. 1949).
- 6. mars - Ayn Rand, bandarískur rithöfundur (f. 1905).
- 29. mars - Carl Orff, þýskt tónskáld (f. 1895).
- 10. maí - Peter Weiss, þýskur listamaður (f. 1916).
- 7. júní - Carlos Vidal, síleskur knattspyrnumaður (f. 1902).
- 10. júlí - G.E.L. Owen, velskur fornfræðingur (f. 1922).
- 18. júlí - Roman Jakobson, rússneskur málfræðingur (f. 1896).
- 25. júlí - Hal Foster, kanadískur myndasöguhöfundur (f. 1892).
- 4. ágúst - Bruce Goff, bandarískur arkitekt (f. 1904).
- 15. ágúst - Hugo Theorell, sænskur læknir og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1903).
- 29. ágúst - Ingrid Bergman, sænsk leikkona (f. 1915).
- 14. september - Kristján Eldjárn, 3. forseti Íslands (f. 1916).
- 14. september - Grace Kelly, bandarísk leikkona og furstafrú af Mónakó (f. 1929).
- 24. september - Sigurður Halldórsson, íslenskur verslunarstjóri (f. 1910).
- 10. nóvember - Leoníd Bresnjev, stjórnmálamaður (f. 1906).
- 19. nóvember - Erving Goffman, kanadískur félagsfræðingur (f. 1922).
- 2. desember - Marty Feldman, breskur leikari (f. 1934).
- 9. desember - Ásmundur Sveinsson, íslenskur myndhöggvari (f. 1893).
- 20. desember - Sigurjón Ólafsson, íslenskur myndhöggvari (f. 1908).
- 21. desember - Ants Oras, eistneskur rithöfundur (f. 1900).
- 23. desember - Agnar Kofoed-Hansen, íslenskur flugmaður (f. 1915).
- 30. desember - Reynir Örn Leósson, íslenskur aflraunamaður (f. 1939).
Nóbelsverðlaunin
- Eðlisfræði - Kenneth G. Wilson
- Efnafræði - Aaron Klug
- Læknisfræði - Sune K. Bergström, Bengt I. Samuelsson, John R. Vane
- Bókmenntir - Gabriel García Márquez
- Friðarverðlaun - Alva Myrdal, Alfonso García Robles
- Hagfræði - George Stigler
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist 1982.