Form

Form eða lögun er í stærðfræði íðorð sem á við um rúmfræðilega skýringu á ákveðnum hlut og rúmið sem hann tekur upp. Til eru ýmiss konar form en þeim er oftast lýst eftir hversu margar hliðar þau hafa.

Tvívíð Form

Tvívíð form eru rúmfræðileg form, sem hafa tværvíddir

Þríhyrningur

Þríhyrningur er hyrningur með þrjú horn. Það eru til sex gerðir af þríhyrningum:

  • Jafnhliða þríhyrningur, hefur allar hliðar jafn langar, og þar sem hornasumma (finnst með því að leggja saman gráður allra horna þríhyrningsins) þríhyrninga er alltaf 180 gráður eru horn jafnhliða þríhyrninga alltaf 60 gráður, hvað sem hliðarnar eru langar.
  • Jafnarma þríhyrningur, hefur bara tvær hliðar jafn langar. Þriðja hliðin er annað hvort lengri eða styttri.
  • Ójafnarma þríhyrningur, hefur enga hlið jafn langa. Þess vegna eru hornin líka öll misstór.
  • Rétthyrntur þríhyrningur, hefur eitt rétthyrnt horn (90 gráður). Hin hornin geta ekki verið neitt annað en hvöss.
  • Gleiðhyrntur þríhyrningur, hefur eitt gleitt horn.
  • Hvasshyrntur þríhyrningur, hefur stærsta hornið hvasst.

Ferhyrningur

Ferhyrningar hafa fjögur horn og fjórar hliðar, en ferhyrningur er ekki með allar hliðar jafn langar.

  • Ferningur er rétthyrningur með allar fjórar hliðar jafnlangar og öll horn jafnstór (þ.e. 90°). Hliðarlengd fernings er oft táknuð með a. Flatarmál ferningsins er fundið með því að hefja hliðarlengdina upp í annað veldi: F = a2 og ummálið er summa allra hliðanna: U = 4a.
Ferningur
Rétthyrningur
Rétthyrningur
Samsíðungur
  • Samsíðungur er ferhyrningur með hvorar tveggja mótlægra hliða samsíða og jafnstórar.
Tígull
Tígull
  • Tígull er ferhyrningur sem er með allar hliðar jafn langar. Allir tíglar eru jafnframt samsíðungar og allir ferningar eru jafnframt tíglar. Í tígli eru mótlæg horn jafn stór. Hornalínur tíguls eru hornréttar hvor á aðra og helminga jafnframt hvor aðra.
Trapisa
  • Trapisa (hálfsamsíðungur eða skakkur ferhyrningur) er ferhyrningur sem hefur tvær mótlægar hliðar samsíða. Samsíða hliðarnar eru oft táknaðar með a og b, en fjarlægðin á milli þeirra með og kallast hæð trapisunnar.

Sexhyrningur

Sexhyrningur hefur sex horn og þess vegna sex hliðar. Horn hans eru öll gleið.


Þrívíð Form

Þrívíð form eru rúmfræðileg form, sem hafa þrjár víddir: lengd, breidd og hæð

Kúla

Kúla

Kúla er einfaldasta þrívíða formið, og einkennist af því að allir punktar á yfirborði hennar eru í sömu fjarlægð frá miðju hennar.

Sívalningur

Sívalningur

Sívalningur hefur hringlaga grunnflöt, og hliðar hans standa beint upp af grunnfletinum.

Keila

Keila

Keila hefur hringlaga grunnflöt, en hliðar hans stefna inn að miðju eftir því sem ofar dregur og enda í punkti.

Píramídi

Píramídi svipar til keilu, en hann er margflötungur. Hver hlið sem tengist toppinum er þríhyrningur.

Teningur

Teningur

Teningur hefur ferningslaga grunnflöt og ferningslaga hliðar sem standa upp af grunnfletinum

Stúfur

Það er þrívíð trapisa, keila eða píramíti sem búið er að skera toppinn af.

  Þessi stærðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.