Gægjuhneigð

Gægjuhneigð (eða voyeurismi) byggir á að fylgjast með öðrum aðilum, eða liggja á gægjum, vanalega ókunnugum og vanalega fólki sem er að stunda kynlíf. Gægjuhneigð er röskun sem ekki er líkamlega skemmandi en getur sært blygðunarkennd þeirra sem fyrir henni verða. Sá sem haldinn er gægjuhneigð finnur til mikillar hvatar til að njósna um aðra og hann fær útrás fyrir kynhvöt sína með því að gera eitthvað sem er bannað. Sá sem gægist fróar sér stundum á meðan hann liggur á gægjum eða eftir það. Það getur gerst á mörgum stöðum, t.d. við glugga, á almenningsstöðum o.s.frv. Einstaka sinnum lætur sá sem gægist fórnarlömbin vita af nálægt sinni og reynir jafnvel að nálgast þau en það er í undantekningartilvikum. Algengara er að hann leggi á flótta ef upp um hann kemst. Margir þeirra karlmanna sem nást fyrir gægjur eru giftir. Sannanir eru um að hvötin aukist þegar einstaklingurinn finnur fyrir mikilli streitu.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.