Gajukenningin
Gajukenningin (eða gaiakenningin) er sú kenning sem heldur því fram að lífverur jarðar stjórni efnasamsetningu lofthjúpsins, steinhvolfsins og vatnshvolfsins. Nafnið á kenningunni vísar til grísku gyðjunnar Gaju (Gaiu). Kenningin kom fyrst fram í skrifum James Lovelock árið 1979 sem fékk þessa hugmynd er hann starfaði við athuganir á reikistjörnum hjá NASA. Upphaflega var þetta óvísindaleg tilgáta en í seinni tíð hefur hún verið tekin alvarleg og reynt hefur verið að sannreyna hana með tilraunum.
Tenglar
