George Martin

Sir

George Martin
Martin í Las Vegas, ca. 2006
Fæddur
George Henry Martin

3. janúar 1926(1926-01-03)
Dáinn8. mars 2016 (90 ára)
Coleshill, Oxfordshire, England
Störf
  • Framleiðandi
  • tónskáld
  • upptökustjóri
  • tónlistarmaður
Þekktur fyrirAð vinna með:
Maki
  • Sheena Chisholm
    (g. 1948; sk. 1965)
  • Judy Lockhart Smith
    (g. 1966)
Börn4
Tónlistarferill
Ár virkur1950–2006
Stefnur
Hljóðfæri
Útgefandi

Sir George Henry Martin (3. janúar 1926 – 8. mars 2016) var enskur upptökustjóri, tónskáld, og tónlistarmaður. Hann var almennt kallaður „fimmti Bítillinn“ vegna mikillar aðildar hans að fyrstu hljómplötum Bítlanna.[1][2] Þekking Martin í tónlist hjálpaði hljómsveitinni í upphafi.[3] Mest af hljóðfæraútsetningu þeirra var samin eða flutt af Martin þar sem hann spilaði á píanó eða hljómborð á mörgum lögunum þeirra.[4] Samstarf þeirra leiddi af sér vinsælar plötur með nýstárlegum hljómum, eins og Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band (1967) sem varð fyrsta rokkplatan til að vinna Grammy-verðlaun fyrir plötu ársins.[5]

Ferill Martin spannaði yfir sex áratugi í tónlist, kvikmyndum, sjónvarpi og sýningum. Áður en hann vann með Bítlunum og öðru popp tónlistarfólki var hann yfir EMI útgáfunni Parlophone. Verk hans ásamt öðrum rokk hópum úr Liverpool á miðjum 7. áratugnum hjálpuðu Merseybeat stefnunni að ná vinsældum.[6] Árið 1965 hætti hann störfum hjá EMI og stofnaði sitt eigið framleiðslufyrirtæki, Associated Independent Recording.

AllMusic hefur lýst Martin sem „frægasta upptökustjóra heims“.[7] Á ferlinum hans framleiddi Martin 30 smáskífur sem komust efst á vinsældalista í Bretlandi og 23 í Bandaríkjunum, ásamt þess að hafa unnið sex Grammy-verðlaun.[8]

Útgefið efni

  • Off the Beatle Track (1964 Parlophone PCS 3057)
  • By Popular Demand, A Hard Day's Night: Instrumental Versions of the Motion Picture Score (19. febrúar 1964, United Artists)
  • George Martin Scores Instrumental Versions of the Hits (1965)
  • Help! (1965, Columbia TWO 102)
  • ..and I Love Her (1966, Columbia TWO 141)
  • George Martin Instrumentally Salutes The Beatle Girls (1966)
  • The Family Way (1967)
  • British Maid (1968, United Artists SULP 1196, gefin út í Bandaríkjunum sem London by George)
  • Yellow Submarine (hlið eitt: The Beatles, hlið tvö: The George Martin Orchestra, 1969)
  • By George! (1970, Sunset SLS 50182, endurútgáfa af British Maid)
  • Live and Let Die (framleiðandi fyrir lag Paul McCartney, 1973)
  • Beatles to Bond and Bach (1974)
  • In My Life (1998)
  • Produced by George Martin (2001)
  • The Family Way (2003)

Tilvísanir

  1. „Fimmti Bítillinn látinn“. mbl.is. 9. mars 2016.
  2. „Sir George Martin, the Fifth Beatle, dies aged 90 – reaction“. The Daily Telegraph. 9. mars 2016. Afrit af uppruna á 11. janúar 2022. Sótt 9. mars 2016.
  3. „Obituary: Sir George Martin“. BBC News. 9. mars 2016. Sótt 17. september 2022.
  4. Miles 1997, bls. 205.
  5. Harrington, Richard (24. febrúar 1993). „Grammy's One-Track Mind“. The Washington Post. Afrit af uppruna á 19. apríl 2019. Sótt 24. janúar 2019.
  6. Linehan, Hugh (10. mars 2016). „George Martin: the man who helped make the Beatles truly great“. The Irish Times (enska). Sótt 17. september 2022.
  7. „George Martin Biography, Songs, & Albums“ (enska). AllMusic. Sótt 3. ágúst 2022.
  8. „George Martin“. Grammy Awards. Sótt 19. september 2022.
  Þetta æviágrip sem tengist tónlist er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.