Gianluigi Buffon
Gianluigi Buffon | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fæðingardagur | 28. janúar 1978 | |
Fæðingarstaður | Carrara, Toscana, Ítalía | |
Hæð | 1,91 m | |
Leikstaða | Markmaður | |
Yngriflokkaferill | ||
1991-1995 |
Parma | |
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | Leikir (mörk) |
1995-2001 | Parma | 168 (0) |
2001-2018 | Juventus | 509 (0) |
2018-2019 | Paris Saint-Germain | 17 (0) |
2019-2021 | Juventus | 17 (0) |
2021-2023 | Parma | 43 (0) |
Landsliðsferill | ||
1997–2018 | Ítalía | 176 (0) |
1 Leikir með meistaraflokkum og mörk |
Gianluigi „Gigi“ Buffon er ítalskur fyrrum knattspyrnumaður sem spilaði sem markvörður. Hann hóf og endaði ferilinn með Parma. Buffon er eini markmaðurinn sem hefur unnið til verðlaunanna knattspyrnumaður ársins á Ítalíu. Buffon hætti árið 2018 hjá Juventus eftir 17 ár hjá félaginu. [1] Eftir eitt tímabil með Paris Saint-Germain sneri hann aftur til Juventus 2019 og svo til Parma 2021, 20 árum eftir að hann hóf ferilinn þar. Hann lagði hanskana á hilluna árið 2023, 45 ára gamall.
Buffon er talinn meðal bestu markmanna allra tíma og vann 21 bikara á ferli sínum: 8 Serie A titla, 1 Serie B titils, 4 Coppa Italia bikartitla, 6 Supercoppa Italiana bikartitla, 1 UEFA bikar og eins heimsmeistaratitils. Hann er landsleikjahæstur Ítala með 176 leiki og spilaði 5 sinnum á HM og 4 sinnum á EM. Buffon er leikjahæstur í Serie A. Alls spilaði hann um 1175 keppnisleiki og er meðal leikjahæstu leikmönnum allra tíma.
Heimild
- Fyrirmynd greinarinnar var „Gianluigi Buffon“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 1. maí 2018.
Tilvísanir
Forskoðun heimilda
- ↑ Buffon hættir hjá Juventus Rúv, skoðað 17. maí 2018.