Hásteinsvöllur er aðalleikvangur Eyjanna og heimavöllur ÍBV. Sögur af vellinum ná aftur til ársins 1912, en á þeim tíma var hann varla meira en lítt ruddir móar. Völlurinn var endurbættur árið 1922 en þótti aldrei boðlegur sem keppnisvöllur í knattspyrnu né fyrir aðrar íþróttagreinar.
Árið 1935 var gerður nýr leikvangur í Botni Friðarhafnar, var þar mjög slétt flöt og ákjósanleg aðstæða, en hann var einungis notaður í 7 eða 8 ára.
Merk tímamót urðu 1960 er Hásteinsvöllurinn var sléttaður og stækkaður í 100x66 metra og sáð í hann grasfræi. Hann var síðan tekinn í notkun að nýju árið 1963 og hefur verið aðalleikvangur Eyjanna síðan.
Árið 1973 var ákveðið að hlífa Hásteinsvellinum vegna vikurs í grassverðinum, var þá brugðið á það ráð að ryðja niður vikri úr vesturhlíðum Helgafells og búa til knattspyrnuvöllinn Helgafellsvöll í Helgafellsdal.[1] Fyrir leik ÍBV og Vals 1. júlí2001 var 534 manna stúka vígð á vellinum.
Meðalásókn tímabilið 2013: 981 (hæsta meðalásókn frá upphafi)
Aðstaða
Fjöldi
Sæti / bekkir undir þaki
480
Sæti / bekkir án þaks
520
Uppbyggð stæði með þaki
0
Uppbyggð stæði án þaks
0
Önnur ósamþykkt aðstaða
2000
Áhorfendur alls
3000
Áhorf
Hásteinsvöllur er gríðarlega vel sóttur miðað við íbúafjölda svæðisins, meðaltal áhorfendafjöldans á tímabili hefur ávallt verið yfir 10% af heildarfjölda íbúa á svæðinu.
Meðalfjöldi áhorfenda fyrir hvert tímabil á Hásteinsvelli hefur farið vaxandi undanfarin ár.
Tölfræðin nær aðeins til leikja í deildarkeppni karla í knattspyrnu.