2001

Árþúsund: 3. árþúsundið
Aldir:
Áratugir:
Ár:

Árið 2001 (MMI í rómverskum tölum) var fyrsta ár 21. aldarinnar, samkvæmd gregoríska tímatalinu.

Atburðir

Janúar

Jarðskjálftinn í Gujarat.

Febrúar

Skilti sem varar fólk við að fara um heiðarlönd í Norður-Yorkshire vegna gin- og klaufaveikinnar í Bretlandi.

Mars

Hintze Ribeiro-brúin hrunin.
  • 4. mars - Hintze Ribeiro-slysið: Gömul steinsteypt brú í Entre-os-Rios, Portúgal, hrundi með þeim afleiðingum að 59 létust.
  • 5. mars - Talíbanastjórnin í Afganistan lét sprengja merk Búddalíkneskin í Bamyan í tætlur vegna þess að þau væru óguðleg. Þessum verknaði var mótmælt um víða veröld.
  • 6. mars - Tvær bandarískar konur fórust þegar tveggja hreyfla vél þeirra hrapaði í hafið skammt vestur af Vestmannaeyjum.
  • 7. mars - Sprenging í flugeldaverksmiðju í Fanglin í Kína varð tugum barna að bana. Börnin voru neydd til að búa til flugelda í skólanum.
  • 7. mars - Sjö manns voru dæmd fyrir peningaþvætti í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þetta var í fyrsta skipti sem dæmt var eftir lögum um peningaþvætti á Íslandi.
  • 10. mars - Samtökin Free Software Foundation Europe voru stofnuð.
  • 17. mars - Kosning um framtíð Reykjavíkurflugvallar fór fram í Reykjavík. Aðeins 37% borgarbúa tóku þátt þannig að kosningin var ekki bindandi. Naumur meirihluti vildi að flugvöllurinn yrði fluttur.
  • 20. mars - Stærsti fljótandi olíuborpallur heims, Petrobras 36, sökk við strendur Brasilíu.
  • 23. mars - Rússneska geimstöðin Mír hrapaði til jarðar í Kyrrahafið úti fyrir ströndum Nýja Sjálands.
  • 23. mars - Glímusambandið World Wrestling Federation keypti keppinaut sinn, World Championship Wrestling, fyrir 7 milljón Bandaríkjadali.
  • 24. mars - Fyrsta útgáfa Mac OS X („Cheetah“) kom á markað.
  • 25. mars - Schengen-samstarfið tók gildi á Norðurlöndunum.
  • 25. mars - Uppreisnin í Makedóníu 2001: Makedóníuher hóf aðgerðir gegn uppreisnarsveitum albanskra aðskilnaðarsinna, Þjóðfrelsishersins.

Apríl

Dennis Tito, Talgat Musabajev og Júrí Batúrín um borð í Sojús TM-32.
  • 1. apríl - Bandarísk njósnaflugvél lenti í árekstri við kínverska orrustuflugvél. Kínverski flugmaðurinn fannst aldrei en 10 manna áhöfn bandarísku flugvélarinnar nauðlenti í Kína, var handtekin og haldið í 10 daga.
  • 1. apríl - Slobodan Milošević, fyrrverandi forseti Júgóslavíu gaf sig fram við sérsveitir lögreglu.
  • 1. apríl - Hjónabönd samkynhneigðra voru heimiluð með nýjum lögum í Hollandi.
  • 3. apríl - Fyrstu tveggja hæða strætisvagnarnir hófu að ganga í Kaupmannahöfn.
  • 6. apríl - Síðasta eintak danska dagblaðsins Aktuelt kom út.
  • 7. apríl - Gervitunglinu 2001 Mars Odyssey var skotið á loft.
  • 11. apríl - Bob Dylan sagði frá því að hann hefði verið giftur Carol Dennis frá 1986 til 1992 en haldið því leyndu.
  • 22. apríl - Bandaríska teiknimyndin Shrek var frumsýnd.
  • 25. apríl - Fyrrum forseti Filippseyja, Joseph Estrada, var handtekinn og ákærður fyrir fjárdrátt.
  • 27. apríl - 17 létust þegar herlögregla skaut á mótmælendur í Kabylie í Alsír.
  • 28. apríl - Bandaríkjamaðurinn Dennis Tito varð fyrsti ferðamaðurinn í geimnum þegar hann fór með Sojús TM-32.

Maí

Jóhannes Páll 2. páfi í Sýrlandi.

Júní

Konungshöllin í Katmandú í Nepal.

Júlí

Mótmælin á fundi 8 helstu iðnríkja heims í Genúa.

Ágúst

Sjónvarpsfrétt um Tampa-málið.

September

Tvíburaturnarnir í New York brenna.

Október

Rhino-aðgerðin: Bandarískar herþyrlur varpa 200 fallhlífarhermönnum út yfir Afganistan.

Nóvember

Staðurinn þar sem American Airlines flug 587 hrapaði í Queens-hverfinu í New York.

Desember

Uppþot í Argentínu 20. desember.

Ódagsettir atburðir

Fædd

Dáin

Claude Shannon

Nóbelsverðlaunin