Hírosíma
Hírosíma (広島市 Hiroshima-shi) er borg í Japan. Hírosíma er fyrsta borgin sem orðið hefur fyrir kjarnorkuárás en Bandaríkjamenn sprengdu kjarnorkusprengju yfir henni undir lok síðari heimsstyrjaldar þann 6. ágúst 1945 og drápu með því allt að 180.000 manns. Merking nafnsins er í raun breiða (híró) eyja (síma).