Höfuðsmaður

Úkraínski höfuðsmaðurinn Bohdan Khmelnytskyj.

Höfuðsmaður eða kapteinn er titill sem er algengastur í herjum en hefur líka verið notaður um leiðtoga utan hernaðarlegs samhengis. Hirðstjórar konungs á Íslandi voru kallaðir höfuðsmenn vegna þess að þeir voru yfirleitt danskir flotaforingjar. Orðið kemur úr latínu, capitaneus, gegnum þýsku: hauptmann. Í her er höfuðsmaður æðri liðþjálfa en lægra settur en majór.

Á 16. öld var höfuðsmannstitillinn (hetman) notaður í Pólsk-litáíska samveldinu yfir yfirmann heraflans. Fram til 1581 var þetta tímabundin staða sem aðeins varð til þegar landið átti í stríði. Staðan var aflögð eftir þriðju skiptingu Póllands árið 1795. Meðal Zaporisjakósakka var æðsti herforinginn titlaður kosovij otaman og þegar Kósakkaríkið varð til 1648 var þjóðhöfðingi þess titlaður höfuðsmaður. Síðasti höfuðsmaður þess var Kíríll Razúmovskíj en Katrín mikla afnam titilinn árið 1764.

Titillinn var endurvakinn um stutt skeið í Úkraínu árið 1918 þegar hópur íhaldsmanna steypti Miðstjórn Úkraínu af stóli og stofnaði einveldi undir stjórn Pavlo Skoropadskyj sem titlaði sig höfuðsmann.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.