Hreppur
Hreppur (skammstafað -hr.) er, á Íslandi, eining sveitarfélags sem hefur ekkert eða lítið þéttbýli heldur búa íbúarnir flestir í dreifbýli. Hreppar eru mjög gömul stjórnsýslueining á Íslandi, sennilega frá því fyrir kristnitöku árið 1000, en þeir höfðu til dæmis fátækraframfærslu á sínu verksviði öfugt við nágrannalöndin þar sem slík verkefni voru á könnu sóknanna.
Hreppsnafnið er á undanhaldi á Íslandi, einkum vegna þess að við sameiningu sveitarfélaga koma oft þéttbýli inn í hið nýja sveitarfélag.
Heimild
- „Meginsjónarmið örnefnanefndar um nöfn sveitarfélaga“. Sótt 26. maí 2022.
