Hvítársíðuhreppur

Hvítársíðuhreppur var hreppur í Mýrasýslu innst í Borgarfirði norðan Hvítár.
Hvítársíðuhreppur var 1482 km² að flatarmáli og voru íbúar 83 talsins (1. desember 2005). Aðalatvinnuvegur er landbúnaður.
Hinn 10. júní 2006 sameinaðist Hvítársíðuhreppur Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit og Kolbeinsstaðahreppi undir merkjum Borgarbyggðar.
Bæir Hvítársíðuhrepps
- Síðumúlaveggir
- Síðumúli
- Fróðastaðir
- Þorgautsstaðir
- Háafell
- Sámsstaðir
- Haukagil
- Hvammur
- Kirkjuból
- Bjarnastaðir
- Gilsbakki
- Kollsstaðir
- Hallkelsstaðir
- Þorvaldsstaðir
- Fllótstunga
- Kalmanstunga
