Hvítuggi

Hvítuggi (Carcharhinus longimanus) er stór uppsjávar hákarl sem býr í hitabeltis- og hlýjum hafsvæðum. Hann er með sterkan líkama og á endanum á ugganum eru hvítir blettir. Tegundin er venjulega ekki mikið saman í hóp, þó að þau geti safnast saman í stórum stíl þar sem er að finna fæðu. Beinfiskar og smokkfiskar eru helstu þættir mataræði hans og kvenkyns hvítugginn lifandi afkvæmi.

Þrátt fyrir að þeir hreyfi sig hægt eru þeir árásargjarnir og hættulegir fyrir fólk sem verður strandaglópa út á sjó. Rauði listi IUCN telur tegundina vera í mikilli útrýmingarhættu. Nýlegar rannsóknir sýna að stofn hvítuggans hefur minnkað verulega þar sem þeir eru veiddir fyrir uggann og kjötið þeirra.

Flokkunarfræði

Hvítuggi , eða minni hvíthákarl, var lýst árið 1831 af náttúrufræðingnum René-Primevère Lesson, sem nefndi hákarlinn Carcharhinus maou. Næst var það lýst af Kúbverjanum Felipe Poey árið 1861 sem Squalus longimanus. Nafnið Pterolamiops longimanus hefur einnig verið notað. Tegundarheitið longimanus vísar til stærðar eyruggana (longimanus þýðir "langar hendur" á latínu). Hvítugginn er með mörg nöfn á ensku : Brown Milbert's sandrifs hákarl (Brown Milbert's sand bar shark), brúni hákarlinn (brown shark), Skipbrots hákarl (shipwreck shark) , hvítugga hvalur ( oceanic white-tipped whaler) og hvítugga hákarl (whitetip shark).[1]

Dreifing og búsvæði

Þessi hákarl finnst um víða um heiminn á milli 45°N og 43°S Breiddargráðu. Hann lifir í djúpum, opnum höfum, með hitastig sem er hærra en 18°C. Hann kýs vatnshita yfir 20 °C (68 °F) og allt að 28 °C (82 °F) en er líka að finna í vatni eins og 15 °C (59 °F) en forðast hitastig sem er lægra en þetta. [2][3] Hann var einu sinni ákaflega algengt og útbreidd, ;hins vegar benda nýlegar rannsóknir til þess að fjöldi þess hafi fækkað verulega[4]

Hákarlinn eyðir mestum tíma sínum í efra laginu í hafinu - að dýpi 150 m (490 fet) - og kýs frekar að frá ströndinni, í djúpum hafsvæðum. Samkvæmt gögnum tengist aukinni fjarlægð frá landi fjölgun á hákarlinum.[1] Það er stundum fundið hann nálægt landi, aðallega í kringum eyjar í sjó og þröngum landgrunni.[2]

Lýsing

Einkenni hvítuggans eru langir, vænlegir eyruggar . Hvítuggarnir eru stærri en ungarnir hjá flestum öðrum hákarlategundum og. Trýni hákarlsins er hringlagaður og augu hans eru hringlaga. [1]

Munnur hvítuggans

Hvítugginn er sterkur og stór hákarl. Stærsti hvítugginn sem hefur verið veiddur var meira en 4 m (13 fet) að lengd, þó að þau vaxi yfirleitt allt að 3 m (10 fet) langur og 150 kg að þyngd.[5] Kven hákarlinn er yfirleitt stærri en karlfuglinn um 10 cm.[1][2] Í Mexíkóflóa á sjötta áratugnum var meðalþyngd hafsins 86,4 kg.

Hákarlinn er grá-brons á bakinu og Hvítur á maganum.[2] Eins og nafnið gefur til kynna eru flestir ungarnir með hvítum doppum. Ungir hvítuggar geta verið með svartar doppum. Hákarlinn hefur tvenns konar tennur. Tennuranr í neðri kjálka eru þunnar og oddhvassar. Það eru 26 til 30 tennur í neðri kjálka. Tennurnar í efri kjálka eru þríhyrningslaga, en miklu stærri og breiðari -Eru með 28 til 30 tennur í efri kjálka.[1]

Hegðun

Tegundin er venjulega ekki mikið saman í hóp, þó að þau geti safnast saman í stórum stíl þar sem er að finna fæðu.[2] Hann syndir á daginn og nóttunni. [1] Á sumrin, þegar vatnið er hlýrra synda þeir hraðar og fara jafnvel dýpra , synda hafsvæði hraðar og á dýpri dýpi.[6] Þeir hafa verið greindir að brjótast út úr vatninu.[7]

Tegundin nærist aðallega á smokkfisk og beinfisk. Hins vegar getur mataræði þess verið mun fjölbreyttara. Það hafa verið tilvik þar hefur verið fundið skjaldbökur, fugla, seli og rusla svo eitthvað sé nefnt. Ein af veiði aðferðum hvítuggans er að synda í gegnum hóp af túnfisk með opinn munni, bíða eftir að fiskurinn syndi inn áður en hann bítur; þegar hvalveiðar algengari í heitum vötnum, voru hvítuggarnir algengir að bíta í fljótandi hræið. Hvítuggarnir keppa yfirleitt um mat við silkihákarla, sem útskýrir tiltölulega afslappaðan sundstíl ásamt árásargjarnum sýningum.[2] Þeir eru þekktir fyrir að elta Grindhvali þar sem þeir éta báðir smokkfisk.[1][8]

Lífsferill

Pörun og fæðing virðist eiga sér stað snemma á sumrin í norðvesturhluta Atlantshafsins og suðvestur af Indlandshafsins, en er það allt árið í Kyrrahaf, sem bendir til lengri kynlífsár þar.[2] Hvítugginn er fósturbær, sem þýðir að eggin klekjast inn í móðurinni, og fæðast ungarnir lifandi. Meðganga hvítuggans eru 9 til 12 mánuðir að meðaltali.

Samskipti við menn

Hvítugginn syndir nálægt kafara í Rauðahafinu

Hafrannsóknarfræðingurinn Jacques Cousteau lýsti hvítugganum sem "hættulegasta af öllum hákarlum".[9] Eftir að USS Indianapolis var sökt með tundurskeyti 30. júlí 1945 voru nokkrir sjómenn sem lifðu af sökkvunina og sumir dóu af völdunum hákarlana.[10] Samkvæmt frásögnum eftirlifenda sem birtust í nokkrum bókum um hákarla og hákarlaárásir voru hugsanlega hundruð manna áhöfn Indianapolis að lokum drepnir af hákarlum áður en flugvél sá þá á fimmta degi eftir að skipið sökk. Hvítugginn eru talin hafa verið ábyrg fyrir flestum ef ekki öllum þessum árásum.[11][12] Í kjölfarið er skráð að tegundin hafi ráðist á 21 manns á árunum 1955 til 2020. Fimm af þessum árásum voru banvænar.[13]

Í Egyptalandi árið 2010 var einn hvítuggi tengdur við nokkur bit á ferðamönnum í Rauðahafinu nálægt Sharm El Sheikh, sem leiddi af sér eitt dauðsfall og fjögur meiðsli.[14][15]

Hvítuggi með krók í munninum

Þó að heildarfjöldi þeirra á heimsvísu sé óþekktur, er talið að þeim hafi fækkað um 98 prósent "með mestum líkum á >80% fækkun á þriggja kynslóða lengd (61,2 ár)".


Hvítugginn er aðallega í hættu vegna fiskveiða, stundum vísvitandi en venjulega sem meðafli. Þeir eru fórnarlömb línuveiða, netaveiði og trollveiði . Hákarlinn er notaður fyrir uggana sína og kjötið.[2] Kjötið er borðað ferskt, reykt, þurrkað og saltað[2] Hægt er að draga úr veiði á hafsvæðum með því að fjarlægja króka úr langlínum þegar þeir eru í grunnvatni.[16] Hákarlar geta einnig verið í hættu vegna mengunar. Þeir í norðvesturhluta Atlantshafsins hafa fundist hafa innihaldið mikið kvikasilfur.[17]

Veiðar og eldi

Veiðar á hvítugganum eru almennt bannaðar vegna verulegar minnkunar á stofni hans og var hann alveg verndaður árið 2013 með alþjóðlegu samkomulagi meðal annars IATTC, Inter- Amerian tropical tuna commision. En þrátt fyrir að bæði reglur og veiðibönn hafi verið sett á laggirnar eru glufur að finna og hafa sjómenn jafnvel verið að leitast eftir því að fá hvítuggann sem meðafla. NOAA er að skoða hvort að nauðsynlegt sé ekki að herða aðgerðir til að vernda hákarlinn enn betur. Hvítuggastofninn hefur farið töluvert minnkandi síðustu ár og hefur hann minnkað um meira en 80% síðan 1994 og um 98% síðan 1964 en það eru um það bil 3 kynslóðir fyrir hákarlinn. Ekki eru til nákvæmar tölur um hversu mikið er eftir af stofninum en þetta er ekki góð þróun fyrir hákarl sem lengi vel var talinn vera einn algengasti hlýsjávar hákarla tegundin. Hér áður fyrr var fóru veiðar yfir jafnvel yfir þúsund tonn af hákarlinum. Mest var veitt árið 2000 og voru þá veidd 1430 tonn (Aðeins er verið að nota tölur frá árinu 1990 til 2022). Árið 2013 voru veidd 860 tonn af hvítugganum en fór það niður í 254 tonn árið eftir. Með þær upplýsingar í hendi er hægt að segja að alþjóða samkomulagi sem gert var árið 2013 hægt á veiðum á hvítugganum. Bann við veiðum hefur greinilega áhrif en síðan það var sett, hefur veiði verið minni en hún var áður en bannið var sett. En þrátt fyrir það er stofn hvítuggans ekki búinn að stækka síðan þá og má velta því upp hvort ekki er nauðsynlegt að NOAA skoði betur hvort ekki sé hægt að herða reglurnar með þeim tilgangi að stækka stofninn

Það er ekki verið að stunda eldi á hvítugganum neins staðar í heiminum og í raun held ég að það verði aldrei gert með arðsemi að leiðarljósi.  Fiskeldi í grunninn er dýr framleiðsla þar sem borga þarf fóður, laun, net, vatnskostnað ef það er á landi og fleira. Það sem vegur á móti eldi á hvítugga á móti t.d. lax, er magnið af afkvæmum og fjölda í rúmmáli. Hægt er að að framleiða fleiri tugi þúsunda tonna af laxi árlega með eldi en það er ekki hægt mögulegt með hvítuggann. Hákarlar eru líka lengur að verða kynþroska en flestar aðrar fiskitegundir og mundi það þá taka lengri tíma til að fjölga sér ásamt því að lax sem dæmi, hrygnir milljónum hrogna í hvert skipti á meðan hákarlar eru með mun færri. Hákarlar þurfa meira fæði, meira svæði svo þeir staðnæmist ekki og drukkni, og þá auðvitað meira vatn. Það er ekki mikil eftirspurn í heiminum eftir hákarli og til að mynda er framboð úr meðafla nóg til að anna eftirspurninni hér á landi. Af því sögðu þá er það mín skoðun að eldi á hvítugga mundi ekki vera arðbært fyrir þá sem hyggjast stunda þá iðju.



Heimildir

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 1,6 Bester, Cathleen. „Oceanic Whitetip Shark“. Florida Museum of Natural history. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. desember 2012. Sótt 22 júlí 2006.
  2. 2,0 2,1 2,2 2,3 2,4 2,5 2,6 2,7 2,8 Compagno, Leonard J. V. (1984). Sharks of the World: An annotated and illustrated catalogue of shark species known to date. 4, Part 2. Carcharhiniformes. bindi. Food and Agriculture Organization of the United Nations. bls. 484–86, 555–61, 588. ISBN 978-92-5-101383-0. Afrit af upprunalegu geymt þann 22 ágúst 2013. Sótt 24. september 2012.
  3. Bonfil, Ramón; Nakano, Hideki (2008). „The Biology and Ecology of the Oceanic Whitetip Shark, Carcharhinus Longimanus“. Í Camhi, Merry D.; Pikitch, Ellen K.; Babcock, Elizabeth A. (ritstjórar). The Biology and Ecology of the Oceanic Whitetip Shark, Carcharhinus Longimanus. Blackwell Publishing Ltd. bls. 128–139. ISBN 9780632059959.
  4. Baum, J.K. & Myers, R.A. (2004). „Shifting baselines and the decline of pelagic sharks in the Gulf of Mexico“ (PDF). Ecology Letters. 7 (3): 135–45. Bibcode:2004EcolL...7..135B. doi:10.1111/j.1461-0248.2003.00564.x. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 16 febrúar 2012.
  5. Andrzejaczek, Samantha; Gleiss, Adrian C.; Jordan, Lance K. B.; Pattiaratchi, Charitha B.; Howey, Lucy A.; Brooks, Edward J.; Meekan, Mark G. (29 maí 2018). „Temperature and the vertical movements of oceanic whitetip sharks, Carcharhinus longimanus“. Scientific Reports (enska). 8 (1): 8351. Bibcode:2018NatSR...8.8351A. doi:10.1038/s41598-018-26485-3. ISSN 2045-2322. PMC 5974137. PMID 29844605.
  6. Andrzejaczek, S; Gleiss, A. C.; Jordan, L. K. B.; Pattiaratchi, C. B.; Howey, L. A.; Brooks, E. J.; Meekan, M. G. (2018). „Temperature and the vertical movements of oceanic whitetip sharks, Carcharhinus longimanus. Scientific Reports. 8 (1): 8351. Bibcode:2018NatSR...8.8351A. doi:10.1038/s41598-018-26485-3. PMC 5974137. PMID 29844605. S2CID 256958905.
  7. Papastamatiou, Y. P.; Iosilevskii, G; Leos-Barajas, V; Brooks, E. J.; Howey, L. A.; Chapman, D. D.; Watanabe, Y. Y. (2018). „Optimal swimming strategies and behavioral plasticity of oceanic whitetip sharks“. Scientific Reports. 8 (1): 551. Bibcode:2018NatSR...8..551P. doi:10.1038/s41598-017-18608-z. PMC 5765167. PMID 29323131.
  8. Madigan, D. J.; Brooks, E. J.; Bond, M. E.; Gelsleichter, J; Howey, L. A.; Abercrombie, D. L.; Brooks, A; Chapman, D. D. (2015). „Diet shift and site-fidelity of oceanic whitetip sharks Carcharhinus longimanus along the Great Bahama Bank“. Marine Ecology Progress Series. 529: 185–197. Bibcode:2015MEPS..529..185M. doi:10.3354/meps11302.
  9. Cousteau, Jacques-Yves & Cousteau, Philippe (1970). The Shark: Splendid Savage of the Sea. Doubleday & Company, Inc.
  10. Stanton, Doug (2003). In Harm's Way: The Sinking of the USS Indianapolis and the Extraordinary Story of Its Survivors (1st Owl Books. útgáfa). New York: H. Holt. ISBN 978-0-8050-7366-9.
  11. Martin, R. Aidan. „Elasmo Research“. ReefQuest. Afrit af upprunalegu geymt þann 6 febrúar 2006. Sótt 6 febrúar 2006.
  12. Helm, Thomas (1969). Shark! Unpredictable Killer of the Sea (6. útgáfa). Collier Books.
  13. Clua, E. C. G.; Demarchi, S; Meyer, C. G. (2021). „Suspected predatory bites on a snorkeler by an oceanic whitetip shark Carcharhinus longimanus off Moorea island (French Polynesia)“. Journal of Forensic Sciences. 66 (6): 2493–2498. doi:10.1111/1556-4029.14865. PMID 34418091. S2CID 237260630.
  14. Egypt: German tourist killed in fourth Sharm el-Sheikh shark attack in a week Geymt 15 júlí 2018 í Wayback Machine.
  15. US Experts Head to Egypt to Probe Shark Attacks Geymt 10 nóvember 2016 í Wayback Machine.
  16. Tolotti, M. T.; Bach, P; Hazin, F; Travassos, P; Dagorn, L (2015). „Vulnerability of the oceanic whitetip shark to pelagic longline fisheries“. PLOS ONE. 10 (10): e0141396. Bibcode:2015PLoSO..1041396T. doi:10.1371/journal.pone.0141396. PMC 4619618. PMID 26492091.
  17. Gelsleichter, J; Sparkman, G; Howey, L. A.; Brooks, E. J.; Shipley, O. N. (2020). „Elevated accumulation of the toxic metal mercury in the Critically Endangered oceanic whitetip shark Carcharhinus longimanus from the northwestern Atlantic Ocean“. Endangered Species Research. 43: 267–279. doi:10.3354/esr01068. S2CID 226474540.