IMOCA 60

IMOCA 60-báturinn Safran.

IMOCA 60 er gerð 60 feta langra kappsiglingabáta sem samtökin International Monohull Open Class Association (IMOCA) hafa umsjón með. Bátarnir eru hannaðir fyrir einmenningssiglingu á opnu hafi og eru notaðir í keppnum eins og Vendée Globe og VELUX 5 Oceans Race. IMOCA 60 er ekki einsleit gerð heldur hönnunarstaðall sem heimilar hvaða hönnun sem er sem uppfyllir tiltekin skilyrði. Skilyrðin hafa þróast í gegnum tíðina til að auka öryggi keppenda. Þessi gerð var fyrst búin til árið 1991 og varð alþjóðlega viðurkennd keppnisgerð árið 1998.

Tenglar

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.