Israel Kamakawiwo'ole

Israel „Bruddah Iz“ Kamakawiwo'ole (fæddur 20. maí 1959, látinn 26. júní 1997) var tónlistarmaður frá Hawaii. Hann varð fyrst frægur eftir að fyrsta breiðskífa hans, Facing Future, kom út árið 1993. Á skífunni var ábreiður hans af lögunum „Over the Rainbow“ og „What a Wonderful World“ sem síðar hafa verið notaðar í mörgum kvikmyndum, auglýsingum og sjónvarpsþáttum.

Kamakawiwo'ole var kallaður „The Gentle Giant“. Honum var lýst sem glöðum og jákvæðum manni og að hann elskaði lands sitt og íbúa Hawaii. Hann var einn þekktasti tónlistarmaðurinn á eyjunum.

Fyrstu árin

Israel Ka'ano'i Kamakawiwo'ole fæddist á Ni'ihau en fluttist ungur á eyjuna O'ahu og ólst upp í Kaimuki, rétt fyrir utan Waikīkī. 11 ára byrjaði hann í tónlist ásamt eldri bróður sínum, Skippy.

Þegar Israel var 13-14 ára flutti fjölskyldan til Makaha og hitti þar með Louis „Moon“ Kauakahi, Sam Gray, og Jerome Koko. Ásamt þeim og Skippy stofnaði Israel hljómsveitina Makaha Sons of Ni’ihau. Frá 1976 til 1980 gaf hljómsveitin út fimm breiðskífur og hlaut nokkra frægð á Hawaii-eyjum og á meginlandi Bandaríkjanna.

Árið 1982 lést Skippy úr hjartaáfalli. Sama ár kvæntist Iz kærustunni sinni, Marlene.

Tónlistarferill

Árið 1990 gaf hann út fyrstu sólóplötu sína, Ka'ano en hún hlaut verðlaun sem Contemporary Album of the Year og Male Vocalist of the Year hjá Hawaiʻi Academy of Recording Arts (HARA). Breiðskífan Facing Future kom út þremur árum síðar og telst vera best breiðskífa Kamakawiwo'ole. Á henni má finna lög á borð við „Somewhere Over The Rainbow/What a Wonderfull World“, „Hawaii 78“, „Whute Sandy Beach of Hawaii“, „Maui Hawaiian Man“ og „Kaulana Kawaihae“. Facing Future komst í 25. sæti Billboard Magasin's Top Pop Catalogue-listans. 26. október 2005 varð platan fyrsta platan frá Hawaii sem komst í platínusölu. Alls seldist hún í meira en 1 milljón eintökum í Ameríku.

Árið 1995 var Iz kosinn flytjandi ársins af Hara. 1997 var hann á ný kosinn af HARA, nú hlaut viðurkenningar sem Male Vocalist of the Year, Favorite Entertainer of the Year, Album of the Year og Island Contemporary Album of the Year. Vegna veikinda gat hann ekki verið til staðar við verðlaunaafhendinguna heldur fylgdist með henni í sjúkrahúsherbergi sínu.

Andlát

Á síðustu æviárum sínum átti Israel Kamakawiwo'ole við offitu að stríða og á tímabili reyndist hann 343 kg að þyngd, þá 1,88 m á hæð. Hann var oft lagður inn á spítala en lést svo vegna öndunarfærasjúkdóms 26. júní 1997 klukkan 12.18, aðeins 38 ára að aldri.

Havæski fáninn var dreginn í hálfa stöng á meðan á jarðaförinni stóð þann 10. júlí 1997. Kistan stóð í aðalbyggingunni á Honolulu svo fólk gæti borið hana augum. Alls komu um 10 þúsund manns í jarðaförina. Ösku Iz var dreift á Kyrrahaf tveimur dögum eftir jarðaförina [1].

Tilvísanir

  1. „Isles bid aloha, not goodbye, to 'Brudda Iz'. Honolulu Star-Bulletin Local News.

Tenglar