26. júní
Maí – Júní – Júl | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | |||||
2025 Allir dagar |
26. júní er 177. dagur ársins (178. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 188 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
- 684 - Benedikt 2. varð páfi.
- 1342 - Svíar unnu sigur á Dönum í orrustu við Kaupmannahöfn.
- 1402 - Orrustan við Casalecchio: Hertoginn af Mílanó, Gian Galeazzo Visconti, sigraði her Bologna en dó skömmu síðar.
- 1483 - Ríkharður 3. lýsti sig konung Englands.
- 1581 - Norðurhéruð Niðurlanda lýstu yfir sjálfstæði frá Spáni.
- 1782 - Bannfæring var numin úr lögum á Íslandi.
- 1809 - Jörundur hundadagakonungur lét hengja upp auglýsingu þar sem á stóð meðal annars „Allur danskur myndugleiki er upphafinn á Íslandi“.
- 1823 - Kötlugos hófst með stórhlaupi úr Mýrdalsjökli, sem skemmdi jarðir bæði í Mýrdal og Álftaveri.
- 1847 - Aðaljárnbrautarstöðin í Kaupmannahöfn var tekin í notkun.
- 1881 - Bandaríska draugaskipið Jamestown strandaði á Suðurnesjum.
- 1900 - Eyfirðingar héldu aldamótasamkomu á Oddeyri og komu á þriðja þúsund manns.
- 1905 - Fyrsta loftskeyti erlendis frá barst til Íslands. Þetta var Marconi-skeyti frá Englandi og var tekið á móti því í loftskeytastöð við Rauðará í Reykjavík.
- 1921 - Kristján X, konungur Íslands og Danmerkur, kom í heimsókn til landsins.
- 1928 - Boranir hófust eftir heitu vatni í Laugardal í Reykjavík.
- 1930 - Alþingishátíðin var sett á Þingvöllum. Þangað komu um þrjátíu þúsund manns. Hátíðin stóð í þrjá daga.
- 1946 - Stofnsáttmáli Sameinuðu þjóðanna var undirritaður í San Francisco í Bandaríkjunum af 50 stofnaðilum.
- 1949 - Búð Þuríðar formanns var tekin í notkun á Stokkseyri í minningu Þuríðar.
- 1960 - Madagaskar fékk sjálfstæði frá Frakklandi.
- 1972 - Margot Fonteyn, breskur listdansari, kom til Íslands og hélt sýningu í Þjóðleikhúsinu og fékk mjög góða dóma.
- 1972 - Nolan Bushnell og Ted Dabney stofnuðu bandaríska tölvufyrirtækið Atari.
- 1973 - Heimaeyjargosið í Vestmannaeyjum hætti að bæra á sér eftir rúma fimm mánuði.
- 1974 - Fyrsta varan með UPC-strikamerki var skönnuð í Bandaríkjunum.
- 1976 - CN-turninn í Torontó í Kanada var opnaður.
- 1977 - Elvis Presley kom í síðasta sinn fram á tónleikum í Indianapolis.
- 1978 - Versalir urðu fyrir miklum skemmdum vegna sprengju sem bretónskir aðskilnaðarsinnar komu fyrir.
- 1979 - Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga hóf starfsemi sína.
- 1986 - Mikill meirihluti hafnaði því í þjóðaratkvæðagreiðslu að heimila skilnaði á Írlandi.
- 1988 - Forsetakosningar á Íslandi 1988: Þetta var í fyrsta sinn í sögu íslenska lýðveldisins sem mótframboð kom gegn sitjandi forseta.
- 1989 - Christer Pettersson var dæmdur í lífstíðarfangelsi í Svíþjóð fyrir morðið á Olof Palme.
- 1992 - Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins framleiddi síðustu brennivínsflöskuna og afhenti hana Þjóðminjasafninu til varðveislu. Fyrsta flaskan var framleidd 1935 og er einnig varðveitt í safninu.
- 1992 - Danmörk vann Evrópukeppni karla í knattspyrnu með 2-0 sigri á Þýskalandi.
- 1994 - Microsoft tilkynnti að MS-DOS-stýrikerfið yrði hér eftir aðeins selt sem hluti af Windows.
- 1996 - Írska blaðakonan Veronica Guerin var myrt í bíl sínum rétt utan við Dublin.
- 1997 - Fyrsta bókin í Harry Potter-bókaröðinni, Harry Potter og viskusteinninn, kom út í London.
- 2000 - Fyrstu drögin að erfðamengi mannsins voru gefin út af Human Genome Project.
- 2000 - Kaþólska kirkjan lét þriðja leyndardóm Fatímu uppi.
- 2004 - Forsetakosningar á Íslandi 2004: Ólafur Ragnar Grímsson var endurkjörinn forseti Íslands.
- 2005 - Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, endurvígði minnisvarða um landnám Íslendinga í Spanish Fork.
- 2011 - Heimsmeistaramótið í knattspyrnu kvenna 2011 hófst í Þýskalandi.
- 2015 - Moskusprengingin í Kúveit: 27 létust og 227 særðust í sprengjuárás ISIL á mosku í Kúveitborg.
- 2015 - Árásirnar í Susa: 22 ára gamall liðsmaður ISIL hóf skothríð á ferðamannastaðnum Port El Kantaoui í Túnis og drap 38 manns.
- 2015 - Hæstiréttur Bandaríkjanna dæmdi að bandarísku fylkin gætu ekki bannað hjónabönd samkynhneigðra.
- 2023 - Skýrsla fjármálaeftirlits Seðlabankans um sölu ríkisins á Íslandsbanka var birt. Komist var að þeirri niðurstöðu að brot við söluna hefðu verið alvarleg og kerfisbundin.
Fædd
- 1730 - Charles Messier, franskur stjörnufræðingur (d. 1817).
- 1824 - William Thomson, breskur stærð- og eðlisfræðingur (d. 1907).
- 1866 - Carnarvon lávarður, enskur aðalsmaður (d. 1923).
- 1891 - Guðfinna Þorsteinsdóttir (Erla), íslenskt skáld (d. 1972).
- 1892 - Pearl S. Buck, bandarískur rithöfundur (d. 1973).
- 1908 - Salvador Allende, forseti Chile (d. 1973).
- 1929 - Alexander Fenton, skoskur þjóðfræðingur (d. 2012).
- 1933 - Claudio Abbado, ítalskur hljómsveitarstjóri (d. 2014).
- 1944 - Svavar Gestsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1950 - Michael Paul Chan, bandarískur leikari.
- 1952 - Ragnheiður Steindórsdóttir, íslensk leikkona.
- 1953 - Kristján L. Möller, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1955 - Tom Platz, bandarískur vaxtarræktarmaður.
- 1956 - Chris Isaak, bandarískur tónlistarmaður.
- 1966 - Stefán Hilmarsson, íslenskur söngvari.
- 1968 - Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands.
- 1968 - Jovenel Moïse, forseti Haítí (d. 2021).
- 1969 - Steven Brand, skoskur leikari.
- 1970 - Sean Hayes, bandarískur leikari.
- 1970 - Paul Thomas Anderson, bandarískur leikstjóri.
- 1970 - Chris O'Donnell, bandarískur leikari.
- 1979 - Ryan Tedder, bandarískur söngvari og framleiðandi.
- 1984 - Aubrey Plaza, bandarísk leikkona.
- 1993 - Ariana Grande, bandarísk söngkona og leikkona.
- 2005 - Alexía Hollandsprinsessa.
Dáin
- 1541 - Francisco Pizarro, spænskur landvinningamaður (f. 1478).
- 1944 - Guðmundur Friðjónsson, íslenskur rithöfundur (f. 1869).
- 1948 - Pétur Magnússon, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1888).
- 1996 - Veronica Guerin, írskur blaðamaður (f. 1958).
- 1997 - Israel Kamakawiwo'ole, tónlistarmaður frá Hawaii (f. 1959).
- 2003 - Strom Thurmond, bandarískur stjórnmálamaður (f. 1902).
- 2015 - Pétur Blöndal, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1944).
- 2021 – Mike Gravel, bandarískur stjórnmálamaður (f. 1930).