Józef Piłsudski

Józef Piłsudski
Þjóðhöfðingi Póllands
Í embætti
22. nóvember 1918 – 14. desember 1922
Forsætisráðherra
Listi
  • Jędrzej Moraczewski
  • Ignacy Jan Paderewski
  • Leopold Skulski
  • Władysław Grabski
  • Wincenty Witos
  • Antoni Ponikowski
  • Artur Śliwiński
  • Julian Nowak
ForveriRíkisstjóraráð
EftirmaðurGabriel Narutowicz (sem forseti)
Forsætisráðherra Póllands
Í embætti
2. október 1926 – 27. júní 1928
ForsetiIgnacy Mościcki
ForveriKazimierz Bartel
EftirmaðurKazimierz Bartel
Persónulegar upplýsingar
Fæddur5. desember 1867
Zułów, rússneska keisaradæminu (nú Litáen)
Látinn12. maí 1935 (67 ára) Varsjá, Póllandi
MakiMaria Koplewska ​(g. 1899, d. 1921)
​Aleksandra Szczerbińska ​(g. 1921)
BörnWanda, Jadwiga
StarfHerforingi, stjórnmálamaður
Undirskrift

Józef Klemens Piłsudski (5. desember 186712. maí 1935) var pólskur stjórnmálamaður, hermarskálkur, ríkisstjóri (1918 – 1922) og einræðisherra (1926 – 1935) yfir öðru pólska lýðveldinu auk þess að vera yfir her landsins. Hann var af aðalsfjölskyldu með rætur aftur til Stórfurstadæmisins Litáens og Pólsk-litáíska samveldisins. Frá miðri Fyrri heimsstyrjöld til dauðadags hafði hann mikil áhrif á ríkisstjórn Póllands og utanríkisstefnu. Hann var lykilmaður í því að Pólland fékk sjálfstæði árið 1918, 123 árum eftir að Pólsk-litáíska samveldið var þurrkað út af landakortum.[1]

Hann var upphaflega meðlimur í pólska sósíalistaflokknum og leit á Rússneska keisaradæmið sem helstu fyrirstöðuna fyrir endurreisn Pólsk-litháíska samveldisins. Hann bjó til Pólsku sveitirnar sem börðust með Austurrísk-ungverska keisaradæminu og Þýska keisaradæminu til að tryggja ósigur Rússlands. Seinna meir dró hann stuðning sinn við Miðveldin til baka og hóf samstarf við Bandamenn. Eftir heimsstyrjöldina stjórnaði hann her Pólverja í Pólsk-sovéska stríðinu 1919 til 1921 og frá nóvember 1918, þegar Pólland fékk sjálfstæði, til 1922 var hann ríkisstjóri.[2]

1923 náðu höfuðandstæðingar Piłsudskis í lýðræðislega þjóðernisflokknum undirtökunum í ríkisstjórn Póllands og hann dró sig í hlé. Eftir Maíbyltinguna 1926 sneri hann aftur og varð í reynd einræðisherra. Til dauðadags hafði hann fyrst og fremst afskipti af málefnum hersins og utanríkismálum, en hugðist jafnframt minnka áhrif stjórnmálamanna (sem hann taldi spillta) og styrkja herinn. Meðferð hans á pólitískum andstæðingum vakti harða gagnrýni frá helstu bandalagslöndum Póllands.

Eftir lát hans tók Edward Rydz-Śmigły við, í samræmi við hinstu óskir Piłsudskis, og stjórnin varð enn gerræðislegri.

Tilvísanir

  1. Neal Acherson (8. september 1985). „Pilsudski lifir ennþá með Pólverjum“. Morgunblaðið. bls. 8.
  2. „Hnetan í hnotubrjótnum“. Dagblaðið Vísir. 19. mars 1983. bls. 6-7.