Jeff Buckley
Jeff Buckley (17. nóvember 1966 í Los Angeles í Bandaríkunum – 29. maí 1997 í Wolf River í Tennessee í Bandaríkjunum) var bandarískur söngvari og lagahöfundur. Hann var þekktur fyrir sæluvekjandi þriggja-og-hálfs átthendu rödd og er talinn af gagnrýnendum einn af efnilegustu tónlistarmönnum síns tíma eftir útgáfu hljómplötunnar Grace 1994. Hann drukknaði á hápunkti ferils síns við kvöldsund. Tónlistarmenn og gagnrýnendur gefa enn gaum að verkum hans og stíl.
Æska
Hann fæddist í Los Angeles, Kaliforníu og var eini sonur Mary Guibert og Tim Buckley, sem sjálfur var lagahöfundur sem skrifaði seríu af dægur- og djassplötum á sjöunda og áttunda áratug 20. aldar, sem voru víða lofaðar, rétt fyrir ótímabæran dauða 1975. Buckley var alinn upp af móður hans og stjúpfaðir Ron Moorhead (í nokkur ár) í Suður–Kaliforníu og í og við Orange County. Hann á hálf-bróður að nafni Corey Moorhead. Í bernsku var hann þekktur sem Scott „Scotty“ Moorhead, en um 10 ára aldur ákvað hann að nota fæðingarnafn sitt í minningu föður síns; fjölskyldan kallar hann samt áfram Scotty. Þegar Jeff var fullvaxta, var hann sagður geta ákvarðað tónhæð nákvæmlega, vegna þess að hann gat hlustað á lag og hermt eftir því fullkomlega. Eftir að hafa spilað á gítar í aðeins fáein ár, gat hann spilað lög eftir Jeff Beck, Rush, Yes, Al DiMeola og Van Halen. Í gagnfræðiskóla spilaði hann í nokkrum heavy metal og framfarasinna rokk hljómsveitum. Einnig vildi hann læra á trommur, en vegna lítilla efna varð hann að notast við kaffi könnur í bílskúrnum og lærði þannig á trommur. Nokkur af hans uppáhaldsböndum í æsku voru Genesis, Yes og Rush.
Ferilrit tóndiska
- Live at Sin-é EP (1993)
- Grace (1994)
- Live from the Bataclan (1995)
- Sketches for My Sweetheart the Drunk (1998)
- Mystery White Boy (2000)
- Live a L'Olympia (2001)
- The Grace EPs (2002)
- Live at Sin-é (Legacy Edition) (2003)
- Grace (Legacy Edition) (2004)
Hljómleikamyndbönd
- Live in Chicago (2000)
Lög sem virðingavottur til Jeff Buckley
- "Bandstand in the Sky" - Pete Yorn
- "Blind River Boy" - Amy Correia
- "A Body Goes Down" - Duncan Shiek
- "Boys on the Radio" - Hole (partially)
- "By Yourself" - Sister 7
- "Gorgeous" - Kashmir
- "Grey Ghost" - Mike Doughty
- "In a Flash" - Ron Sexsmith
- "Just Like Anyone" - Aimee Mann
- "Living In A Video" - Ours
- "I Heard You Singing" - Ours
- "Memphis" - PJ Harvey
- "Memphis Skyline" - Rufus Wainwright
- "New Blood" - Beth Wood
- "On the Road to Calvary" - Willie Nile
- "One Last Good Bye" - David Linx
- "Song for a Dead Singer" - Zita Swoon
- "Swimming" - Chris Taylor
- "Trying Not to Think About It" - Juliana Hatfield
- "Valley of Sound" - Heather Nova
- "Wave Goodbye" - Chris Cornell
- "We Don't Know" - Health & Happiness Show
- "You Were Right" - Badly Drawn Boy (partially)
Endurflutningur laga eftir Jeff Buckley af öðrum hljómsveitum
- "Dream Brother" - Bitmap
- "Dream Brother" - Martin Grech (live)
- "Everybody Here Wants You" - Matthew Herbert and Dani Siciliano
- "Forget Her" - Sivert Höyem of Madrugada
- "Grace" - Fourplay (string quartet)
- "Grace" - King Creosote
- "Grace" - Rachel Sage
- "Grace" - Three Against Four
- "Last Goodbye" - Natalie Merchant of 10,000 Maniacs
- "Lilac Wine" - Katie Melua
- "Lover, You Should've Come Over" - Jamie Cullum
- "Lover, You Should've Come Over" - Howie Day (live)
- "Lover, You Should've Come Over" - John Mayer (live)
- "Mojo Pin" - Adem
- "Morning Theft" - Stephen Fretwell
- "New Year's Prayer" - Howie Day (live)
- "Nightmares By The Sea" - Katatonia
- "What Will You Say?" - Martin Grech (live)
- "Yard of Blonde Girls" - Micah P. Hinson (tæknilega endurfluttningur Inger Lorre)
Heimildir
- Fyrirmynd greinarinnar var „Jeff Buckley“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 11. október 2005.
Útværir tenglar
- Vefsíða Jeff Buckley
- Vefsíða heimildarmyndar um hann
- MojoPin.org - A Tribute to Jeff Buckley
- In His Wake Geymt 3 nóvember 2005 í Wayback Machine - Jeff Buckley's tributes and followers
- Tribute song list Geymt 10 júlí 2001 í Wayback Machine
- Óútgefið lag: „Ozark Melody“ Geymt 7 október 2007 í Wayback Machine