Kórinþa til forna

Akrókórinþ – háborg Korintu (horft til norðurs).
Akrókórinþ – háborg Kórinþu.
Apollonshofið í Kórinþu, háborg Kórinþu í bakgrunni.

Kórinþa, einnig ritað Korintaforngrísku: Κόρινθος, Kórinþos), var forngrískt borgríki á Kórinþueiði, sem tengir Pelópsskaga við meginland Grikklands, nokkurn veginn miðja vegu milli Aþenu og Spörtu. Í dag stendur nútímaborgin Kórinþa um 5 km norðaustan við borgarstæði borgríkisins forna.

Á Kórinþueiðinu virðist hafa verið byggð á nýsteinöld, allt frá um 6500 f.kr. fram á fyrri hluta bronsaldar. Á Mýkenutímanum (um 1600 til 11 f.Kr.) virðist sem byggðin hafi verið yfirgefin, en dórískumælandi Grikkir virðast hafa reist þar borg að nýju um 900 f.Kr. Á klassískum tíma var Kórinþa ein af leiðandi borgum Grikklands, ásamt Aþenu, Spörtu og Þebu.