Kaizers Orchestra

Geir Zahl, Janove Ottesen og Terje Vinterstø.

Kaizers Orchestra er norsk rokkhljómsveit frá Bryne í Rogaland fylki. Hljómsveitin kom fyrst saman árið 2000 en fyrsta platan kom út árið 2001 og hét hún Ompa til du dør. Sama ár hlaut platan Spellemannsprisen, norsku tónlistarverðlaunin, sem besta rokkbreiðskífan. 2006 léku þeir á færeysku tónlistarhátíðinni G! Festival.

Kaizers hafa fengið mikla athygli sem frjálsleg tónleikasveit, og spila þeir á óhefðbundin hljóðfæri eins og olíutunnur, hjólfelgur og kúbein.

Meðlimir

  • Janove Ottesen, söngvari
  • Geir Zahl, gítaristi
  • Terje Vinterstø, gítaristi
  • Helge Risa, orgelleikari
  • Rune Solheim, trommuleikari
  • Øyvind Storesund, kontrabassi

Fyrrum meðlimir

  • Jon Sjøen, kontrabassi. Hætti árið 2003.

Útgefið efni

Breiðskífur

  • Ompa til du dør (2001)
  • Evig Pint (2002)
  • Maestro (2005)
  • Maskineri (2008)

EP-plötur og smáskífur

  • Kaizers Orchestra EP (2000)
  • Mann mot mann (2002)
  • Død manns tango (2003)
  • The Gypsy Finale (2004)
  • Maestro (smáskífa) (2005)

Tengill