Kirlian-ljósmyndun

Kirlian-ljósmynd af lófa

Kirlian-ljósmyndun er ljósmyndatækni sem byggist á því að leggja lifandi „hluti“ ofan á ljósmyndafilmu og beina háspennuriðstraum að þeim svo að kringum þá myndast reglulegt ljósblik sem virðist geisla út frá yfirborði þeirra. Tæknin uppgötvaðist fyrir tilviljun árið 1939.

Það var rússneski rafmagnsfræðingurinn Semyon Kirlian sem uppgötvaði þessa ljósmyndatækni í lok 19. aldar, nánast fyrir tilviljun. Reyndar hafði tékkneski vísindamaðurinn Nikola Tesla fengist við svipaðar rannsóknir. Hann tengdi geysiöflug háspennutæki við dauða hluti og fólk þannig að geislandi blik myndaðist í kring um það. Enginn hefur þorað að endurtaka þessar tilraunir Tesla á fólki, og féllu þessar aðferðir hans næstum í gleymsku að honum látnum.

Kirlian hóf fyrst rannsóknir á dauðum hlutum, en það vakti strax athygli Kirlians að lifandi hlutir, s.s. laufblöð og figur höfðu allt öðruvísi blik en dauðir hlutir - blik þeirra hafði miklu flóknara mynstur og í því komu fram allir regnbogans litir, í stað þess bláleita bjarma sem stafaði af dauðum hlutum.

Eftir að hafa rannsakað þetta um nokkurn tíma rak Kirlian sig á nokkuð einkennilegt, sem átti eftir að hafa afdrifarík áhrif á rannsóknir hans. Einn daginn var hann að mynda hendur sínar með tækinu en allar tilraunir hans mistókust því lítið sem ekkert blik kom fram á filmunni. Hann fékk þá konu sína til að framkvæma tilraunirnar í sinn stað, og brá þá svo undarlega við að allar myndirnar heppnuðust ágætlega hjá henni. Skömmu síðar veiktist Kirlian hastarlega og datt þá í hug að hugsanlega hyrfi blikið eða minnkaði þegar líkaminn væri sjúkur, og væri það skýringin á því að allar tilraunir hefðu mistekist hjá honum áður en hann veiktist, en kona hans fékk fram venjulegar myndir í sömu tækjum. Það furðulega er að sjúkdómar virðast koma fram á Kirlian-myndum, þannig að það dregur úr blikinu og það breytist ef viðkomandi er veikur [heimild vantar].

Tenglar