Kollafjörður (Færeyjum)
![](http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/c/cf/Kollafjordur_on_Faroe_map.png/220px-Kollafjordur_on_Faroe_map.png)
Kollafjörður (færeyska: Kollafjørður) er þéttbýli og fjörður á austurhluta Straumeyjar í Færeyjum, um 22 kílómetrum norður af Þórshöfn. Á suðurhluta fjarðarins eru byggðirnar Signabø og Oyrareingir en á norðurhluta fjarðarins er samnefnd byggð. Þéttbýlið er hluti af Sveitarfélaginu Þórshöfn og telur 740 manns (2015). Fiskvinnsla er mikilvæg atvinnugrein en í bænum er einnig timbursala og gluggagerðarverksmiðja.
Kollafjarðarkirkja er viðarkirkja frá árinu 1837. Í Íþróttafélagi Kollafjarðar (fær. Kollafjarðar Ítróttarfelag, KÍF) er iðkaður handbolti, blak og kappróður.
Árleg bæjarhátíðin heitir Sundslagsstevna og er haldin í júlí.
Heimild
![](http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/4/4a/Commons-logo.svg/30px-Commons-logo.svg.png)
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Kollafjörður (Færeyjum).
Fyrirmynd greinarinnar var „Kollafjørður“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 24. apríl 2017.