Færeyska
Færeyska Føroyskt mál | ||
---|---|---|
Málsvæði | Færeyjar, Danmörk | |
Heimshluti | Færeyjar, Danmörk | |
Fjöldi málhafa | 70 000 | |
Sæti | ekki meðal 100 efstu | |
Ætt | Indóevrópskt
Germanskt | |
Skrifletur | Færeyska stafrófið | |
Opinber staða | ||
Opinbert tungumál |
Færeyjar | |
Stýrt af | - | |
Tungumálakóðar | ||
ISO 639-1 | fo
| |
ISO 639-2 | fao
| |
SIL | FAE
| |
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode. |
Færeyska (føroyskt) eða Føroyskt mál er vesturnorrænt tungumál sem er talað af um það bil 70.000 manns, aðallega í Færeyjum. Það hefur verið opinbert tungumál Færeyja frá 1937.
Eins og íslenska og norn (sem nú er útdautt en var áður talað á Hjaltlandseyjum og Orkneyjum) er uppruni færeyskunnar í þeim fornnorrænu mállýskum sem norrænu landnámsmennirnir töluðu á víkingatímanum.
Færeyska er það tungumál í heiminum sem er líkast íslensku. Það er þó það ólíkt að Íslendingar og Færeyingar geta ekki skilið tal hvers annars án þess að hafa lært málið. Þó er auðveldara fyrir Færeyinga að skilja Íslendinga en öfugt. Ritmálið er mun auðveldara fyrir notendur beggja málanna.
Færeyska hvarf sem ritmál eftir að danska var gerð að kirkjumáli eftir siðaskipti. Það var ekki fyrr en á seinni hluta nítjándu aldar sem nútíma færeyskt ritmál varð til og var þá höfð mikil hliðsjón af íslenskri stafsetningu. Árið 1854 gaf málvísindamaðurinn Hammershaimb út staðal fyrir stafsetningu nútíma færeysku. Í stað þess að skapa stafsetningu sem fylgdi framburði valdi hann að fylgja málsögulegum uppruna orðsins og forníslenskri stafsetningu. Það gerði meðal annars að bókstafurinn "ð" ekki er tengdur neinu fónemi. Eins er með bókstafinn "m" í beygingarendingum sem er borinn fram eins og "n". Margar tilraunir hafa verið gerðar að færa stafsetningu nær framburði en án árangurs. Þetta gerir það að verkum að færeyska ritmálið er vandlært fyrir innfædda þar sem mikið ber á milli um framburð og stafsetningu. Tiltölulega einfalt er hins vegar fyrir Íslendinga að lesa færeysku. Einn helsti aðstoðarmaður Hammershaimbs við að sníða færeyska stafsetningu var Jón Sigurðsson en þeir kynntust á Garði (Regensen) á sínum tíma.
Hljóð og málfræði
Óákveðin greinir er í færeysku ólíkt íslensku. R í færeysku er líkt og í ensku frammælt raddað og ekki rúllandi. Hvorki raddað né óraddað tanntungumælt önghljóð (þ og ð) er í færeysku. Þannig er t.d. faðir- fajir, þetta - hetta og Eþíópía Etíópía. Nefnifall og þolfall fleirtölu er alltaf eins. Eignarfall er lítt notað. Sagnorðabeygingar hafa einfaldast töluvert, fleirtala nútíðar er eins í öllum persónum sbr.
við höfum, þið hafið, þeir hafa
Vit hava, tit hava, tey hava
við hlaupum þið hlaupið þeir hlaupa
vit renna, tit renna, tey renna
Mállýskur
Talsverður mállýskumunur er í færeysku og eru fimm aðalmállýskur:
- Austureyjar-mállýska (norður og suður)
- Norðureyja-mállýska
- Suður-Straumeyjar-mállýska, (Þórshafnar mállýska, havnarmálið)
- Sunnanfjarðar-mállýska (sunnan Skopunarfjarðar)
- Vága-mállýska
Þýðingar
Faðir vorið á færeysku
Matteusarguðspjallið 6:9-16, nýfæreyska þýtt af Jacob Dahl og Kristian Osvald Viderø, 1961.
- Faðir vár, Tú, sum ert í Himli. Heilagt verði navn Títt.
- Komi ríki Títt. Verði vilji Tín,
- sum í Himli, so á jørð.
- Gev okkum í dag okkara dagliga breyð. Og fyrigev okkum syndir okkara,
- so sum vit eisini fyrigeva teimum, ið móti okkum synda.
- Leið okkum ikki í frestingum, men frels okkum frá tí illa.
- Tí at tít er ríkið, valdi og heiðurin um allar ævir.
- Amen
- Heimild: bibelselskabet.dk Geymt 4 febrúar 2007 í Wayback Machine
Sjá einnig Faðir vor
Ritmál
Færeyska stafrófið hefur 29 bókstafi:
A | Á | B | D | Ð | E | F | G | H | I | Í | J | K | L | M | N | O | Ó | P | R | S | T | U | Ú | V | Y | Ý | Æ | Ø |
a | á | b | d | ð | e | f | g | h | i | í | j | k | l | m | n | o | ó | p | r | s | t | u | ú | v | y | ý | æ | ø |
Ritaðar heimildir
- V.U. Hammershaimb: Færøsk Anthologi. København 1891, Tórshavn 1991, 2. bind. (Annað bindi hefur m.a. færeyskt-danskt orðasafn með 10.000 uppsláttarorðum Jakob Jakobsen.
- W.B. Lockwood: An Introduction to Modern Faroese. Tórshavn 1977.
- J. Henriksen: Kursus i Færøsk. Tórshavn 1983 (2 bindi)
- Höskuldur Þráinsson, Hjalmar P. Petersen, Jógvan í Lon Jacobsen, Zakaris Svabo Hansen: Faroese. An Overview and Reference Grammar. Tórshavn 2004 ISBN 99918-41-85-7 (ny standardværk)
Orðabækur
- Hjalmar Petersen, Marius Staksberg: Donsk-føroysk orðabók. Tórshavn 2005. ISBN 99918-41-51-2 (Dönsk-færeysk orðabók).
- M.A. Jacobsen, Christian Matras: Føroysk-donsk orðabók. Tórshavn 1961. (Færeysk-dönsk orðabók).
- Jóhan Hendrik Winther Poulsen et al.: Føroysk orðabók. Tórshavn 1998.
- ISBN 99918-41-52-0 (í 1 bindi, heftað).
- ISBN 99918-41-53-9 (í 2 bindu, innbundinn).
- ISBN 99918-41-54-7 (CD-ROM).
- (fyrsta færeysk-færeyska orðabókin með u.þ.b. 65.000 uppsláttarorð, samheiti).
- Jón Hilmar Magnússon: Íslensk-færeysk orðabók. 2005 (51 þúsund uppflettiorð) hib.is, portal.fo 16.01.06[óvirkur tengill], portal.fo 17.01.06[óvirkur tengill]
Ítarefni
- BMS.fo - Bókamiðsølan
- Setur.fo - Fróðskaparsetur Føroya
- Færeysk netorðabók
- Íslensk-færeysk netorðabók
Hlusta á færeysku á netinu
Nota færeysku á netinu
- Kvinna.fo
- Kjak.org Geymt 23 apríl 2018 í Wayback Machine