Krónublað
Krónublöð eru ummynduð laufblöð sem mynda hluta blóma. Krónublöð vaxa yfirleitt innan um bikarblöðin og utan um fræfla og frævuna. Krónublöðin eru yfirleitt litríkasti hluti blóma.
Blómsafi myndast í sérstökum kirtlum á krónublöðunum.[1]
Myndasafn
-
Hrafnaklukka (Cardamine pratensis) hefur fjögur krónublöð eins og aðrar plöntur af krossblómaætt (Brassicaceae).
-
Vetrarblóm (Saxifraga oppositifolia) hefur fimm bleik eða fjólublá krónublöð.
-
Bláklukka (Campanula rotundifolia) hefur samvaxin blá krónublöð.
-
Krónublöð móasefs (Juncus trifidus) er brún og lítið áberandi. Erfitt er að greina þau frá bikarblöðunum í sjón því þau eru eins á litinn.
-
Brönugrös hafa sérhæft tungulaga krónublað sem gegnir hlutverki sem lendingarpallur fyrir fljúgandi skordýr.
Tilvísanir
- ↑ Ágúst H. Bjarnason (2013). Blóm: bikar og króna. Sótt þann 21. júlí 2019.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Krónublöð.