Lögskilnaður

Leikkonan Marilyn Monroe, ásamt lögmanni sínum Jerry Giesler, að sækjast eftir skilnaði við Joe DiMaggio árið 1954.

Lögskilnaður er hinn endanlegi skilnaður milli hjóna. Við lögskilnað hverfa réttaráhrif hjúskaparins að mestu en sum réttaráhrifin eru þess eðlis að þau hverfa aldrei, eins og stjórnsýslulegt vanhæfi.

Íslenskar aðstæður

Á Íslandi er mögulegt að sækja um leyfi til lögskilnaðar í kjölfar skilnaðar að borði og sæng. Þá þurfa að vera liðnir sex mánuðir ef hjónin eru bæði sammála um lögskilnað, en tólf mánuðir ef eingöngu annað þeirra sækist eftir honum. Áður en leyfið er veitt þurfa að liggja fyrir skilnaðarkjör líkt og vegna skilnaðar að borði og sæng, nema almennt ekki lífeyrir, eða þau þurfa að vera kominn í ákveðinn farveg. Í lögum eru tilgreindar sérstakar aðstæður sem geta leytt til þess að aðili getur sótt beint um leyfi til lögskilnaðar án þess að fara í gegnum skilnað að borði og sæng. Sýslumenn geta veitt leyfi til lögskilnaður ef þau eru bæði sammála en ella verður að fá lögskilnað með dómi.

  Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.