Marty Feldman

Feldman árið 1969

Martin Alan „Marty“ Feldman (8. júlí 19342. desember 1982) var enskur gamanleikari, auðþekktur á útstæðum og skjálgum augum. Hann hóf feril sinn í breskum sjónvarpsþáttum á 7. áratug 20. aldar, fyrst sem handritshöfundur og síðan sem leikari í þáttaröðunum At Last the 1948 Show (1967-8) og Marty (1968-9) í samstarfi við Tim Brooke-Taylor og Barry Took og nokkra af þeim leikurum sem síðar urðu Monty Python-hópurinn. Á 8. áratugnum lék hann í fjölda kvikmynda á borð við Frankenstein hinn ungi (1974) og Ævintýri hins gáfaða bróður Sherlock Holmes (1975), báðar með Gene Wilder, og Þögul mynd (1976) eftir Mel Brooks. Sjálfur leikstýrði hann myndunum Síðasta endurtaka Beau Geste (1977) og Munkur á glapstigum (1980). Síðasta kvikmyndin sem hann lék í var Gulskeggur (1983) en við tökur á henni fékk hann hjartaáfall og lést 48 ára að aldri.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.