Miami


Miami er stórborg á suðurodda Flórída í Bandaríkjunum. Árið 2019 bjuggu um 468.000 manns í borginni sjálfri en um 5-6 milljónir búa í borginni og nágrannabyggðum hennar. Borgin óx hratt á árunum eftir síðari heimsstyrjöldina og íbúafjöldinn tók síðan enn einn kipp eftir byltinguna á Kúbu 1959. Allt frá þeim tíma hefur Miami verið áfangastaður innflytjenda frá ýmsum löndum Rómönsku Ameríku. Um tveir þriðju hlutar borgarbúa eru af rómönskum ættum og í borginni eru þrjú opinberlega viðurkennd tungumál; enska, spænska og haítí-kreólska.
Íþróttir
- Miami Heat er körfuboltalið borgarinnar. *Inter Miami CF er knattspyrnuliðið.
Tengt efni

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Miami.