Nirmala Joshi

Nirmala Joshi (23. júlí 193423. júní 2015) var leiðtogi Kærleiksboðberanna eftir lát móður Teresu 1997. Hún fæddist í Nepal þar sem faðir hennar var foringi í Breska Indlandshernum en þau fluttu til Indlands þegar hún var eins árs. Hún var alin upp sem hindúi en hlaut menntun hjá kristnum trúboðum í Hazaribag. Hún snerist til kaþólskrar trúar og gekk í reglu móður Teresu. Hún lauk M.A.-prófi í stjórnmálafræði og doktorsgráðu í lögfræði við Kalkúttaháskóla. Hún var kjörin eftirmaður móður Teresu nokkrum mánuðum fyrir lát hennar. Eftir lát Nirmala tók Mary Prema Pierick við sem leiðtogi reglunnar.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.