Perur
Perur | ||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Perutré (Pyrus communis)
Þversnið af peruávexti
| ||||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||||
|
Perur (fræðiheiti: Pyrus) eru tré eða runnar í Rósaætt. Það er einnig nafnið á ávexti þessara tegunda. Nokkrar tegundirnar eru ræktaðar vegna ávaxtarins og/eða sem skrauttré.
Orðsifjar
Orðið pera er vestur-germanskt, hugsanlega lánsorð úr latínu pira, fleirtala af pirum, álíkt Gríska ἄπιος apios[2] (frá Mykenska ápisos)[3], sem er af semitískum uppruna (Arameiska/Syriac "pirâ", í merkingunni "ávöxtur", frá sögninni "pra", sem þýðir "að gefa af sér, fjölgun, bera ávöxt"). Ættkvíslarnafnið var sett af Carl von Linné 1753 í bókinni Species Plantarum.[4]
Útbreiðsla
Pera er jurt upprunnin frá strandlægum og milt tempruðum svæðum gamla heimsins, frá Vestur-Evrópu og Norður-Afríku austur yfir Asíu.[5]
Lýsing
Þetta er meðalstórt tré sem verður 10 til 17m hátt, oft með granna krónu; nokkrar tegundir eru runnakenndar. Blöðin eru stakstæð, heil, 2-12 sm löng, skærgræn á sumum tegundum, þétt silfurhærð á öðrum; blaðlögun getur verið frá breiðegglaga til mjó lensulaga. Flestar tegundir eru lauffellandi en ein eða tvær í suðaustur Asíu eru sígrænar. Flestar eru kuldaþolnar, þola á milli -25°C og -40°C, nema sígrænu tegundirnar sem þola bara niðaur að −15°C.
Blómin eru hvít, sjaldan bleik eða gulleit 2 - 4sm í þvermál og með fimm krónublöð.[6] Ávöxtur flestra villtra tegunda er 1 - 4sm í þvermál, en í sumum ræktuðum afbrigðum allt að 18 sm í þvermál og 8 sm breið; lögunin er frá að vera kúlulaga til hins sígilda perulaga forms.
Saga
Ræktun á perum á tempruðum svæðum nær langt aftur fyrir ritaðar heimildir, og eru sannanir fyrir nytjum á þeim síðan á forsögulegum tímum. Orðið pera, eða samsvarandi, kemur fyrir í öllum keltneskum málum.
Ættkvíslin er talin vera upprunnin frá sem nú er vestur Kína við fjallarætur Tian Shan, fjallgarðs í Mið Asíu, og hafa breiðst út norður og suður meðfram fjallagörðum og þróast í yfir 20 aðaltegundir [heimild vantar].
Asískar tegundir með meðalstóra til stóra ávexti eru til dæmis P. pyrifolia, P. ussuriensis, P. × bretschneideri, P. × sinkiangensis, og P. pashia.
Helstu tegundir
Það eru á milli 25 til 28 Pyrus tegundir:[7]
|
Tilvísanir
- ↑ Potter, D.; Eriksson, T.; Evans, R. C.; Oh, S.; Smedmark, J. E. E.; Morgan, D. R.; Kerr, M.; Robertson, K. R.; Arsenault, M.; Dickinson, T. A.; Campbell, C. S.; og fleiri (2007). „Phylogeny and classification of Rosaceae“. Plant Systematics and Evolution. 266 (1–2): 5–43. doi:10.1007/s00606-007-0539-9. [Referring to the subfamily by the name "Spiraeoideae"]
- ↑ Frisk, Griechisches Etymologisches Wörterbuch und Oxford English Dictionary.
- ↑ http://www.etymonline.com/index.php?term=pear
- ↑ Carl von Linné: Species Plantarum. Band 1, Impensis Laurentii Salvii, Holmiae 1753, S. 479, Snið:Http://www.biodiversitylibrary.org/openurl?pid=title:669&volume=1&issue=&spage=479&date=1753.
- ↑ Herfried Kutzelnigg: Pyrus. In: Hildemar Scholz (Hrsg.): Illustrierte Flora von Mitteleuropa. Begründet von Gustav Hegi. 2., völlig neubearbeitete und erweiterte Auflage. . Band IV Teil 2B: Spermatophyta: Angiospermae: Dicotyledones 2 (3) (Rosaceae, 2. Teil). Blackwell, Berlin/Wien u. a. 1995, ISBN 3-8263-2533-8.
- ↑ Pear Fruit Facts Page Information. bouquetoffruits.com
- ↑ [1] Geymt 9 febrúar 2017 í Wayback Machine Germplasm Resources Information Network (GRIN), USDA, ARS, National Genetic Resources Program. National Germplasm Resources Laboratory, Beltsville, Maryland.
Viðbótarlesning
- Asghar Zamani, Farideh Attar, Hosein Maroofi: A synopsis of the genus Pyrus (Rosaceae) in Iran. In: Nordic Journal of Botany. Band 30, Nr. 3, 2012, 310–332 DOI:10.1111/j.1756-1051.2012.00989.x.