Pokadýr

Pokadýr
Tímabil steingervinga: Mitt krítartímabilið til nútíma
Kvendýr austrænnar grákengúru með unga í pokanum.
Kvendýr austrænnar grákengúru með unga í pokanum.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Undirflokkur: Theria
Innflokkur: Marsupialia
Illiger, 1811
Ættbálkar

Pokadýr (fræðiheiti: Marsupialia) eru dýr af frumstæðum ættbálki spendýra. Pokadýr eru flest með poka undir kviðnum og bera unga sína þar í uns þeir eru orðnir fullburða (sbr. t.d. kengúrur). Ástralía er helsta heimkynni pokadýranna, ásamt Nýju Gíneu. Í lok krítar og byrjun tertíer voru pokadýr aftur á móti algeng á öllum meginlöndum. Í Norður-Ameríku finnast 13 eða 14 tegundir en aðeins ein norðan Mexíkó, svonefnd virginíuposa oft kölluð pokarotta.

Tenglar

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.