Quintana Roo


Quintana Roo er fylki í suðaustur-Mexíkó á Júkatanskaga. Það er 44.705 ferkílómetrar að flatarmáli. Höfuðborgin heitir Chetumal en önnur mikilvæg borg er ferðamannaborgin Cancún. Quintana Roo varð að fylki í Mexíkó árið 1974. Þá óx ferðmannaiðnaður og íbúafjöldi. Maja-fornminjar má finna innan svæðisins.
Í suðri á fylkið landamæri að Gvatemala og Belís.
Það er nefnt eftir Andrés Eligio Quintana Roo sem gegndi mikilvægu hlutverki í mexíkóska sjálfstæðisstríðinu.