Rachel Carson
![](http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/f/f4/Rachel-Carson.jpg/220px-Rachel-Carson.jpg)
Rachel Carson (27. maí 1907 – 14. apríl 1964) var bandarískur dýrafræðingur og sjávarlíffræðingur. Frægasta rit hennar, Raddir vorsins þagna (1962), markar upphafið á umhverfishreyfingunni. Bókin hafði gríðarleg áhrif í Bandaríkjunum þar sem hún leiddi til stefnubreytingar varðandi notkun skordýraeiturs, einkum DDT.