Sívert

Sívert (sænska Sievert) er SI-mælieining fyrir geislaálag (af jónandi geislun), táknuð með Sv. Nefnd eftir sænskum eðlisfræðingi Rolf Maximilian Sievert (1896-1986). Jafngildir einingunni júl á kílógramm (J/kg), sem nefnist grei þegar mældur er geislaskammtur.

Einu síverti fylgja 5,5% líkur á því að fá krabbamein á endanum, miðað við línulegt án-þröskulds-módel (e. linear no-threshold model). Það módel er er yfirleitt notað, en er reyndar dregið í efa (þ.e. varðandi línuleikann, að því meiri geislun, því meiri áhætta, og að áhætta fylgi allri geislun. Önnur módel segja að lítil geislun væri minna, ef nokkuð, skaðleg heldur en hefðbundna módelið gefur til kynna).

Eitt sívert jafngildir 100 rem. Hugtakið rem er eldra, og er ekki í SI-eininga kerfinu.