Volt
Volt er SI-eining rafspennu, táknuð með V, nefnd eftir ítalska eðlisfræðingnum Alessandro Volta (1745-1827). Ef vinnan sem þarf til þess að flytja rafhleðsluna eitt kúlomb á milli tveggja punkta er 1 júl, þá er spennumunurinn (spennan) á milli þeirra eitt volt. (Skilgreiningin er óháð því hvaða leið rafhleðslan fer í spennusviðinu.) Þannig gildir að 1 V = 1 J/C.