Sally Ride
Sally Ride | |
Sally Ride þann 10. júlí 1984. | |
Fædd | 26. maí 1951 Los Angeles, Kaliforníu, Bandaríkjunum |
---|---|
Látin(n) | 23. júlí 2012 (61 árs) San Diego, Kaliforníu, Bandaríkjunum |
Tími í geimnum | 14 dagar, 7 klukkustundir og 46 mínútur |
Verkefni | STS-7 og STS-41-G |
Sally Kristen Ride (26. maí 1951 – 23. júlí 2012) var bandarískur geimfari, eðlisfræðingur og verkfræðingur. Hún fæddist í Los Angeles, hóf störf hjá Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA) árið 1978 og varð árið 1983 fyrsta bandaríska konan í geimnum. Ride var þriðja konan á heimsvísu sem fór út í geim, á eftir sovésku geimförunum Valentínu Teresjkovu (1963) og Svetlönu Savitsköju (1982). Ride er jafnframt yngsti bandaríski geimfarinn sem hefur farið út í geim, en hún var 32 ára þegar hún gerði það.[1][2]
Ride flaug tvisvar út í geim á skipinu Challenger en hætti síðan hjá NASA árið 1987. Hún vann í tvö ár hjá Stanford-háskóla, fyrst hjá alþjóðlegri öryggis- og vopnaeftirlitsstofnun skólans en gerðist síðan eðlisfræðikennari. Helstu viðfangsefni hennar voru rannsóknir á ljóseindafræði og Thomsonsdreifingu. Hún var meðlimur í nefndunum sem rannsökuðu geimferðaslys geimskipanna Challenger (1986) og Columbia (2003). Hún var eina manneskjan sem tók þátt í báðum rannsóknunum.[3] Ride lést úr briskrabbameini árið 2012.
Tilvísanir
- ↑ „Kennedy Space Center FAQ“. NASA/Kennedy Space Center External Relations and Business Development Directorate. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. júlí 2012. Sótt 23. júlí 2012.
- ↑ „10 fascinating things about Astronaut Sally Ride you must know“. news.biharprabha.com. 26. maí 2015. Sótt 14. október 2018.
- ↑ Grady, Denise (23. júlí 2012). „Obituary: American Woman Who Shattered Space Ceiling“. The New York Times. Sótt 14. október 2018.