Samuel Adams
Samuel Adams (27. september 1722 – 2. október 1803) var virtur stjórnmálamaður, heimspekingur og er talinn til „landsfeðra“ Bandaríkjanna. Hann var leiðtogi hreyfingar sem stóð að baki amerísku byltingunni. Hann var einn af upphafsmönnum stefnu repúblikana sem hefur átt stóran þátt í mótun bandarísks samfélags síðan.
Æska og nám
Samuel Adams fæddist í Boston í Massachusetts. Hann var sonur Samuel Adams eldri og Mary (Fifield) Adams. Hann var alinn upp á trúuðu heimili og var faðir hans virkur þátttakandi í stjórnmálum. Í æsku stundaði hann nám við Boston Latin school en að því loknu gekk hann í Harvard-háskóla. Í lokaritgerð sinni í meistaranámi fjallaði hann um, lögmæti þess að mótmæla æðsta yfirvaldi ef á annan hátt sé ekki hægt að stuðla að varðveislu á þjóðfélagsins. Ritgerðin þótti sýna framá stöðu hans í stjórnmálum og hver réttur nýlenduríkja væri gagnvart Bretlandi.
Störf og embætti
Að námi loknu reyndi Adams fyrir sér í viðskiptum með miður góðum árangri, hann starfaði einnig sem skattinnheimtumaður en það aflaði honum vinsælda meðal vina og kunningja þar sem hann átti það til að sleppa þeim við að greiða skatt. Þá gegndi hann einnig ýmsum embættum í kjördæmi sínu en hann var ritari í fulltrúadeild Massachusetts, þá var hann einnig fulltrúi fyrir Massachusetts í fyrsta meginlandsþinginu (e. Continental Congress). Hann gegndi einnig starfi forseta þingsins í Massachusetts og síðar aðstoðar ríkisstjóri Massachusetts þar sem hann leysti John Hancock af þegar hann lét af störfum áður en kjörtímabilinu lauk en þar með varð Adams fjórði ríkisstjóri Massachusetts.
Atburðir
Samuel Adams var andstæðingur þess að Breska þingið gæti skattlagt nýlenduríkin án þeirra samþykki, árið 1768 ritaði hann bréf þar sem var óskað eftir samstarfi milli nýlenduríkjanna til að andmæla skattlagningu Breta. Bretar sendu í kjölfarið á því her til Boston sem endaði með atburði sem er þekktur undir "Boston Massacre". Með betra skipulagi og aukinni samvinnu milli nýlenduríkjanna var undirbúningur að Amerísku byltingunni hafinn.