Sextánda konungsættin er í sögu Egyptalands konungsætt sem telst til annars millitímabilsins. Konungar þessarar konungsættar voru „útlendingar“ (hyksos) sem báru sumir semísk nöfn en aðrir egypsk. Þeir ríktu yfir ýmsum hlutum Neðra Egyptalands á tímabilinu frá um 1620 f.Kr. til um 1540 f.Kr. Nöfn þeirra eru eingöngu þekkt af fornleifum en Maneþon talar um 32 útlenda konunga sem ríktu í 518 ár. Ekki er vitað um ríkisár þessara konunga.