Sjálfbær þróun

Sjálfbær þróun er þróun sem mætir þörfum nútímans án þess að skerða möguleika komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum. Slík þróun snýst um að auka efnahagsleg verðmæti um leið og gæðum náttúrunnar er viðhaldið og mannréttindi efld fyrir alla jarðarbúa til langs tíma. Markmið sjálfbærrar þróunar er að koma á sjálfbærni í samfélaginu í heild og á jörðinni. Sjálfbærni er markmið sjálfbærrar þróunar.

Sjálfbær þróun byggir á þremur meginstoðum; vistfræðilegri, félagslegri og efnahagslegri, sem eru óaðskiljanlegar og háðar hverri annarri. Hugtakið er notað í hnattrænu samhengi en ekki um einstakar einingar án samhengis við hið hnattræna.

Stundum er talað um að eitthvað sé sjálfbært t.d. sjálfbær neysla, sjálfbær nýting náttúruauðlinda, sjálfbær framleiðsla. Þá er átt við að það styðji meira við sjálfbæra þróun en önnur sambærileg fyrirbæri. Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja hefur verið að ryðja sér til rúms á síðustu misserum, en markmið hennar er að stuðla að sjálfbærri þróun.[1]

Hugtakið „sjálfbær þróun“ kom fyrst fram um 1980, en festist í sessi með útkomu Brundtland-skýrslunnar „Sameiginleg framtíð vor“[2] árið 1987. Skýrslan var undanfari Heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun í Ríó 1992.

Tilvísanir

  1. „ISO 26000:2010 Guidance on social responsibility“. Iso.org. Sótt 18. maí 2019.
  2. World Commission on Environment and Development. „Report of the World Commission on Environment and Development: Our Common Future“. Un-documents.net. Sótt 18. maí 2019.

Tenglar

  Þessi náttúruvísindagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.