Star

Star

Star er um sjö metra langur opinn tvímenningskjölbátur. Hann var hannaður árið 1910 af bandaríska skútuhönnuðinum Francis Sweisguth og fyrstu bátarnir voru smíðaðir í Port Washington í New York-fylki. Star var ólympíubátur frá 1932 til 2012.