Tölvuskrá

Tölvuskrá eða einfaldlega skrá (sjaldnar tökuorðið fæll frá enska orðinu file) er gagnaeining í tölvu sem ber ákveðið heiti (skráarheiti) sem tölvuforrit geta notað til að nálgast og vinna með skránna. Skrár geta verið staðsettar í möppum sem geta innihaldið margar skrár eða skráartengi sem vísa á skrár.