Tanngnjóstur og Tanngrisnir

Úr sænskri Edduútgáfu Fredrik Sanders frá árinu 1893.

Tanngnjóstur og Tanngrisnir voru geithafrar Þórs, sem drógu vagn hans. Hann gat drepið þá og étið, og safnað svo beinunum saman á húðirnar, en þegar hann sveiflaði hamri sínum, Mjölni, yfir þeim, þá lifnuðu þeir við. Til er saga af því er Þór bauð hjónum að eta með sér kjöt hafranna en þegar hann hafði lífgað hafrana við var sprungið bein í fæti á öðrum þeirra. Þór reiddist mjög en hjónin báðu sér griða og að lokum féllst Þór á að taka börn þeirra, Þjálfa og Röskvu, sér til þjónustu og fylgja þau honum síðan.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.