The Box

The Box er bandarísk hryllingsmynd frá árinu 2009 sem Richard Kelly leikstýrði og skrifaði. Cameron Diaz og James Marsden fara með aðalhlutverk í myndinni sem fjallar um hjón sem fá kassa frá dularfullum manni sem býður þeim eina milljón bandaríkjadala ef þau ýta á takka sem er innan í honum.

Söguþráður

Norma og Arthur Lewis eru hjón sem búa í úthverfi ásamt ungu barni sínu og fá gefins einfaldan trékassa frá dularfullum manni sem á eftir að draga dilk á eftir sér. Maðurinn segir þeim að kassinn muni færa eiganda sínum eina milljón bandaríkjadala ef ýtt er á einn hnapp. En þegar ýtt er á hnappinn muni samstundis ein manneskja einhvers staðar í heiminum deyja; einhver sem þau þekki ekki. Þau fá að hafa kassann í aðeins 24 klukkutíma og á þeim tíma þurfa þau Norma og Arthur að gera upp við sig hvað þau vilja gera.[1]

Leikendur

  • Cameron Diaz sem Norma Lewis
  • James Marsden sem Arthur Lewis
  • Frank Langella sem Arlington Steward
  • Gillian Jacobs sem Dana/Sarah Matthews
  • Deborah Rush sem Clymene Steward
  • Sam Oz Stone sem Walter Lewis
  • Ryan Woodle sem Jeffrey Carnes
  • James Rebhorn sem Norm Cahill
  • Holmes Osborne sem Dick Burns
  • Celia Weston sem Lana Burns

Tilvísanir

  Þessi kvikmyndagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.