2009

Árþúsund: 3. árþúsundið
Aldir:
Áratugir:
Ár:

Árið 2009 (MMIX í rómverskum tölum) var í gregoríanska tímatalinu almennt ár sem byrjaði á fimmtudegi.

Helstu atburðir

Janúar

Mótmæli við Alþingishúsið kvöldið 20. janúar.

Febrúar

Þingkosningar í Ísrael.
  • 1. febrúar - Kírill af Moskvu tók við embætti patríarka rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar.
  • 1. febrúar - Jóhanna Sigurðardóttir tók við starfi forsætisráðherra. Hún var fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Íslands og fyrsti opinberlega samkynhneigði einstaklingur í heimi til að gegna starfi forsætisráðherra.
  • 1. febrúar - Eldur í bílaflutningabíl olli 111 dauðsföllum í Kenýa.
  • 2. febrúar - Asamafjall í Japan gaus.
  • 4. febrúar - Tveir kjarnorkukafbátar, Le Triomphant (Frakkland) og HMS Vanguard (Bretland), rákust á á miklu dýpi í Atlantshafi. Áreksturinn varð á litlum hraða og engar skemmdir urðu, en málið vakti athygli á möguleikum kafbáta sem búnir eru ratsjárvarnarbúnaði til að komast hjá árekstrum.
  • 9. febrúar - Skógareldarnir í Ástralíu 2009: Skógareldar ollu 200 dauðsföllum í suðausturhluta Ástralíu.
  • 10. febrúar - Miðjuflokkur Tzipi Livni vann sigur í þingkosningum í Ísrael.
  • 12. febrúar - Tveir gervihnettir, Iridium 33 og Kosmos 2251, rákust á. Þetta var fyrsti árekstur gervihnatta í geimnum.
  • 13. febrúar - Bandaríska kapalstöðin Toon Disney hætti útsendingum og Disney XD tók við.
  • 17. febrúar - 368 sjónvarpsstöðvar í Bandaríkjunum hættu hliðrænum útsendingum.
  • 26. febrúar - Svein Harald Øygard var skipaður seðlabankastjóri á Íslandi.
  • 27. febrúar - Háttsettir embættismenn í Bandaríkjunum staðfestu að meginhluti herliðs Bandaríkjanna í Írak yrði fluttur þaðan árið 2010 og að síðustu hermennirnir færu burt 2011.
  • 28. febrúar - Viktor Berthold, síðasti maðurinn sem átti líflensku að móðurmáli, lést.

Mars

Kepler skotið á loft.

Apríl

Sakborningar í Pirate Bay-málinu á blaðamannafundi.

Maí

Úrslitaleikur í Meistaradeild Evrópu.

Júní

Mótmæli gegn kjöri Ahmadinejad í Íran.

Júlí

Ummerki um sprenginguna á Ritz-Carlton-hótelinu í Jakarta.

Ágúst

Flóð á Filippseyjum vegna fellibylsins Morakot.

September

6 hæða hótel í Padang á Súmötru í rúst eftir jarðskjálftann.

Október

Veggspjald sem hvetur kjósendur á Írlandi til að samþykkja Lissabonsáttmálann.

Nóvember

Haldið upp á 20 ár frá falli múrsins í Berlín.

Desember

Fulltrúar á Loftslagsráðstefnu Sþ í Kaupmannahöfn.

Ódagsettir atburðir

  • Tölvuleikurinn FarmVille var gefinn út.
  • Stjórnmálaflokkurinn Australian Sex Party var stofnaður.
  • Póllandsbolti var kynntur til sögunnar á þýskri spjallsíðu.
  • Íslenska hljómsveitin Myrká var stofnuð.
  • Athæfið „að planka“ vakti athygli fjölmiðla um allan heim.
  • Gagnagrunnur um tengsl manna í íslensku viðskiptalífi, Rel8, var gefinn út.
  • Hvalskurður hófst á ný í Hvalstöðinni í Hvalfirði eftir 20 ára hlé.

Dáin