Till Lindemann
Till Lindemann (fæddur 3. janúar 1963 í Leipzig, Austur-Þýskalandi) er söngvari þýsku hljómsveitarinnar Rammstein. Árið 2015 gaf hann út fyrstu sólóplötuna Skills in pills sem hann vann með sænska upptökustjóranum og þungarokkaranum Peter Tägtgren úr Hypocrisy/Pain. Þeir endurtóku leikinn með plötunni F & M.
Sólóplötur
- Skills in pills (2015)
- F & M (2019)