Urumqi

Ürümqi
乌鲁木齐市 (kínverska)
ئۈرۈمچى شەھىرى (úígúríska)
Miðborg Urumqi í Xinjiang-sjálfstjórnarhéraðinu.
Miðborg Urumqi í Xinjiang-sjálfstjórnarhéraðinu.
Ürümqi er staðsett í Kína
Ürümqi
Ürümqi
Staðsetning Urumqi.
Hnit: 43°49′21″N 87°36′45″A / 43.82250°N 87.61250°A / 43.82250; 87.61250
LandKína
HéraðXinjiang
Borgarhluti8 sýslueiningar
Stjórnarfar
 • FlokksritariZhang Zhu
 • BorgarstjóriYahefu Paidula
Flatarmál
 • Samtals14.577 km2
Hæð yfir sjávarmáli
860 m
Mannfjöldi
 (2020)
 • Samtals4.054.000
 • Þéttleiki280/km2
Póstnúmer
830000
TímabeltiUTC+08:00
Vefsíðaurumqi.gov.cn

Urumqi (eða Urumchi) (kínverska: 乌鲁木齐; rómönskun: Wūlǔmùqí; úígúrska ئۈرۈمچى) (stundum stytt sem „Wushi“ kínverska: 乌市; ; rómönskun: Wūshì), er höfuðborg sjálfstjórnarhéraðsins Xinjiang í norðvesturhluta Alþýðulýðveldisins Kína. Hún er staðsett í 1.000 metra hæð yfir sjávarmáli í norðanverðum miðhluta Xinjiang héraðs, í frjóu belti gróðurvinjar meðfram norðurhlíð Tianshan-fjalla á báðum bökkum Urumqi fljóts. Borgin svæðismiðstöð fyrir lesta-, vega- og flugsamgöngur. Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Urumqi um 5,3 milljónir manna.

Urumqi var mikilvægur áningarstaður við Silkveginn á tíma Tangveldisins (618-907) í Kína og þróaði orðspor sitt sem leiðandi menningar- og verslunarmiðstöð Tjingveldisins á 19. öld. Nafnið Urumqi er dregið úr á mongólsku og þýðir „fallega engi“.

Moska í Urumqi borg.

Urumqi þróast hratt síðan á tíunda áratug síðustu aldar og þjónar nú sem svæðisbundin miðstöð samgangna, menningar, stjórnmála og viðskipta í Xinjiang héraði. Um alþjóðaflugvöll borgarinnar fóru 23 milljónir farþega árið 2018.

Urumqi er næststærsta borgin í norðvesturhluta Kína, sem og sú stærsta í Mið-Asíu miðað við íbúafjölda. Menningarlega er borgin talin úígúrsk borg. Borgarbúar eru þó langflestir Han-kínverjar (75 prósent árið 2010), en Úígúrar (um 12 prósent) og kasakstanar (um 2 prósent) eru langflestir múslimar. Úígúrska þjóðin talar tungu af tyrkneskum stofni, sem er alls óskyld kínversku.

Lýðfræði

Árið 2020 þegar síðasta manntal var gert í Kína, var íbúafjöldi borgarkjarna Urumqi 3.750.000 en íbúafjöldi undir lögsögu borgarinnar var 4.054.369.

Tenglar

Heimildir