Vallakía

Vallakía sem hluti af Rúmeníu.

Vallakía eða Valakía er sögulegt hérað í Rúmeníu, norðan við Dóná og sunnan við Suður-Karpatafjöll.

Vallakía var gerð að furstadæmi á 14. öld af Basarab 1. eftir uppreisn gegn Karli 1. Ungverjalandskonungi. 1415 gerðist Vallakía undirsáti Tyrkjaveldis og var það oftast allt fram á 19. öld. 1862 gekk Vallakía í samband við Moldavíu til að mynda Rúmeníu.

Ýmsir telja að Blökumenn og Blökumannaland sem koma fyrir í á sænskum rúnasteini og í bæði Flateyjarbók og Heimskringlu vísi til Vallaka og Vallakíu, úr grísku Βλάχοι Blakhoi.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.