Vandamál
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu vandamál.
Vandamál er hindrun sem gerir erfitt að ná takmarki eða markmiði. Það á við ástand sem er óleyst. Vandamál verður til þegar manni verður kunnugt um stóran mun á milli þess sem er og þess sem þarf.
Hægt er að leysa vandamál með svari eða lausn, þetta heitir verkefnalausn. Það eru til mörg vandamál þar sem lausnir vantar, þau heita opin eða óleyst vandamál.
Tengt efni
- Spurning
- Svar