Vefstóll

Fótstiginn vefstóll
Forn vefstaður, lóðréttur vefur
Vefari í Nurnberg 1425, láréttur vefstóll

Vefstóll er verkfæri til að vefa efni. Vefstólar geta verið fyrir handvefnað, fótstignir eða vélknúnir. Láréttir vefstólar urðu algengir í Norður-Evrópu fyrir lok miðalda en vefstólar bárust seint til Íslands og voru eingöngu fáir til um miðja 18. öld. Um miðja nítjándu öld höfðu vefstólar útrýmt gömlu kljásteinsvefstöðunum. Kljásteinsvefstaðir voru með steinum neðst sem þyngdu uppistöðuna og þurfti vefari að standa við vefinn og í slíkum vefstól tók einn vinnudag að vefa eina alin vaðmáls.

Hlutar fótstigins íslensks vefstóls eru:

1 hafaldatré

2 slöngurifur

3 hafaldasnæri

4 vippa

5 efri hafaldasköft

6 slagborð, skeiðarhald

7 skeið, vefjarskeið, ritti

8 skytta, vefjarskytta

9 ívaf

10 vefað

11 brjóstslá, brjósttré

22 setnfjöl, setbekkur

13 voðmeiður

14 framstuðull

15 skammel, stigskammel, fótskemlar

16 framslá

17 afturstuðull

18 efsta rim, kambatré, vængur

19 rifshaus með haldvindum

20 skeiðarhaldsarmur

22 uppistaða

22 spennislá

23 höföld

24 mið hliðarrim

25 haldvinda

26 neðsta hliðarrim

Heimildir