Vegur

Þjóðvegur 1 í Borgarfirði

Vegur er leið sem liggur á milli tveggja staða og tengir þá saman. Vegir eru venjulega malbikaðir en til eru frumstæðari vegir eins og malarvegir eða slóðar sem aðeins eru færir jeppum. Vegir eru mikilvægir hluti af efnahags og samgöngukerfi landa. Sem dæmi um það má taka að í Evrópusambandinu eru 44% af öllum vörum flutt með vöruflutningabílum á vegum og 85% af borgurum, nota vegakerfið með bílum, strætó eða rútum. Vegakerfi eru mikilvægur hluti af samgöngukerfi borga og þurfa þau að vera vel skipulögð m.a. til þess að anna umferð á háannatímum.

Tenglar