Wachowski-systur

Wachowski-systur
Lilly (vinstri) og Lana Wachowski á Fantastic Fest árið 2012.
FæðingLana: 21. júní 1965 (1965-06-21) (59 ára)
Lilly: 29. desember 1967 (1967-12-29) (57 ára)
StörfLeikstjórar, handritshöfundar og kvikmynda- og sjónvarpsframleiðendur
Ár 1994–núverandi

Lana Wachowski (fædd 21. júní 1965; áður þekkt sem Larry Wachowski) og Lilly Wachowski (fædd 29. desember 1967; áður þekkt sem Andy Wachowski) eru bandarískir leikstjórar, handritshöfundar og upptökustjórar sem eru þekktastar fyrir kvikmyndaröðina The Matrix. Systurnar eru báðar trans konur.[1]

Ferill

Systurnar fæddust og ólust upp í Chicago. Þær fóru báðar í Whitney Young High menntaskóla, sem er þekktur fyrir að einbeita sér að sviðslistum. Eftir það fóru þær báðar í háskóla en hættu báðir þar. Áður en þær komu inn í veröld kvikmyndagerðar áttu þær saman teppaverslun um leið og þær teiknuðu myndasögur í frítíma sínum.

Fyrsta verkefni þeirra í kvikmyndagerð var handritið fyrir kvikmyndina Assassins með Sylvester Stallone sem kom út árið 1995. Aðeins einu ári síðar kom fyrsta kvikmynd þeirra Bound út en hún naut ekki mikillar velgengni. Hæfileikar þeirra til kvikmyndagerðar sást samt í þeirri mynd.

Eftir það fengu þær grænt ljós til að búa til myndina The Matrix. Kvikmyndin naut mikilla vinsælda þökk sé frumlegum tæknum sem voru meðal annars svokallaði skottíminn (bullet time).

Vinsældir The Matrix stuðluðu að því að Warner Brothers gaf grænt ljós á tvær framhaldsmyndirnar The Matrix Reloaded og The Matrix Revolutions sem systurnar höfðu þegar skrifað handrit fyrir. Myndirnar tvær voru framleiddar á sama tíma og frumsýndar árið 2003 með nokkra mánaða millibili. The Matrix Reloaded var mjög vinsæl í bíó og var lengi vinsælasta bíómynd allra tíma með svokallað "R-rating" (bönnuð börnum yngri en 17 ára). The Matrix Revolutions var ekki jafn vinsæl þótt hún hafi verið arðbær.


Kvikmyndir

  • The Matrix Resurrections (2021) (Lana skrifaði og leikstýrði)
  • Jupiter Ascending (2015) (skrifuðu og leikstýrðu)
  • Cloud Atlas (2012) (skrifuðu og leikstýrðu ásamt Tom Tykwer)
  • Ninja Assassin (2009) (framleiddu)
  • Speed Racer (2008) (skrifuðu og leikstýrðu)
  • V for Vendetta (2006) (skrifuðu, byggð á samnefndu myndasögunni af Alan Moore og David Lloyd)
  • The Matrix Revolutions (2003) (skrifuðu og leikstýrðu)
  • The Matrix Reloaded (2003) (skrifuðu og leikstýrðu)
  • Fylkið (e. The Matrix, 1999) (skrifuðu og leikstýrðu)
  • Bound (1996) (skrifuðu og leikstýrðu)
  • Assassins (1995) (handrit)
  • Carnivore – ekki framleidd
  • Plastic Man – ekki framleidd

Heimild

Tilvísanir

  1. Sieczkowski, Cavan (30. júlí 2012). „Larry Wachowski Transgender: 'Matrix' Director Reveals Transition To Lana Wachowski (VIDEO)“. HuffPost.
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.